Fimmtudagur 30. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Andri hefur ekki áhyggjur af rannsókn FIFA á KSÍ: „Getur verið að þetta sé bara eðlileg aðferð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég veit ekki betur en að KSÍ hafi verið í mjög góðu sambandi við UEFA og FIFA út af þessum málum. Það getur verið að þetta sé bara eðlileg aðferð hjá þeim – að hvers konar mál sem það eru þá fari þau bara í einhverja nákvæmari skoðun,“ segir Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, aðspurður um hvernig það horfi við honum að siðanefnd FIFA sé að rannsaka KSÍ í tengslum við afskipti og hegðun sambandsins í máli þar sem Kolbeinn Sigþórsson var kærður fyrir ofbeldi árið 2017.

Sjá einnig: https://www.mannlif.is/frettir/innlent/fifa-horfir-til-islands-althjodleg-rannsokn-a-mali-thorhildar-gydu-og-ksi/

Andri segist ekki hafa heyrt af téðri rannsókn.

„Það er ekkert óeðlilegt að það sé verið að leita einhverra upplýsinga. Ég veit að bæði UEFA og FIFA eru mjög vel upplýst um allt sem er búið að vera í gangi hjá sambandinu. Ég myndi halda að þetta væri bara verklag sem er bundið inn í þeirra regluverk; að það beri að skoða öll mál þegar þau koma upp, hvernig mál sem það eru. Ég hef þannig séð engar áhyggjur af því. Ég veit að allt sem er búið vera að gera hjá KSÍ í þessum málum undanfarnar vikur og mánuði hefur verið uppi á borðum.

Það var náttúrulega farið í mjög ítarlega skýrslugerð hjá þessari úttektarnefnd, sem tók málin út.“

Andri segir að nefndir séu að störfum allsstaðar í hreyfingunni í hinum ýmsu málaflokkum. Þarna sé því eflaust um ákveðið verklag að ræða sem þar er fyrir hendi.

- Auglýsing -

„Heyrandi þetta í fyrsta skipti þá finnst mér þetta langlíklegasta skýringin. Það er hlutverk þessara stóru heimssambanda að passa upp á að mál séu í ákveðnum farvegum og annað.

Ég hef trú á að þetta sé þannig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -