Andri Snær Magnason furðar sig á skemmdum í nýbyggingum í nýrri Twitter-færslu.
Fram kom í fréttum í gær að rakaskemmdir hafi fundist í Menntaskólanum við Sund og þarf að loka tveimur svæðum byggingarinnar. Andri Snær spurði á Twitter í gær hvort ekki þurfi að setja upp „rannsóknarnefnd byggingarslysa“.
„Hefur verið sett upp rannsóknarnefnd byggingarslysa, sbr. sjópróf og rannsóknarnefnd flug og umferðarslysa, trekk í trekk eru glæný hús upp á milljarða nánast ónýt frá upphafi.“
Fólk hefur svarað Andra í athugasemdum og benda meðal annars á rakaskynjara sem hægt er að setja á hús en Andri bendir á fleiri nýbyggingar sem skemmst hafa vegna raka.
„Nýr Vogaskóli er núna lokaður og hluti MS rýmdur. Svo Orkuveituhúsið. Menn segja að flug í heiminum verði öruggara með hverju flugslysi. Eru menn að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur í þessum byggingum?“