Miðvikudagur 27. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Andri Snær minnist gamallar frænku: „Þær ólu upp börn saman og sváfu í sama rúmi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason, verðlaunarithöfundur, birti á Twittersíðu sinni færslu í tilefni Reykjavík Pride. Þar deilir hann með fylgjendum sínum reynslu sinni um viðræður sínar við eldri kynslóðir um samkynhneigð og minnist Torfhildar Jóhannesdóttur langömmusystur sinnar.

Í færslu Andra Snæs kemur fram að Torfhildur sem oftast nær var kölluð Hidda, hafi búið með Guðrúnu Halldórsdóttur undir þeim formerkjum að vera ráðskona á heimili þeirra:

„Það tíðkaðist nú ekki, en reyndar, Torfhildur eða Hidda langömmusystir bjó með Gunnu ljósu, þær ólu upp börn saman og sváfu í sama rúmi.“

Með færslunni birtir Andri Snær úrklippu eftir frá fráfall fóstursonar þeirra:

Andri Snær birti úrklippu úr tímariti þar sem Hidda og Gunna þakka samhug sem þeim var sýndur í kjölfar andláts fóstursonar þeirra. Skjáskot: Twitter

Saman ólu Hidda og Guðrún þrjú börn. Magnús Gunnar Sveinsson fóstursonur þeirra fórst 9. febrúrar árið 1959 í sjóslysi með Botnvörpungunum, togaranum, Júlí. Magnús var einungis 22 ára gamall.

Afhjúpar þá Andri að lokum að þær Hidda og Guðrún hafi slitið samvistum í kjölfar þess að Guðrún hafi eignast nýja ástkonu:

- Auglýsing -

„Þar til Gunna fékk sér nýja „ráðskonu“ og Hidda var harmi slegin … “

Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana og fann minningargrein sem birtist 1. mars 1974 í Morgunblaðinu. Minningargreinina skrifar Guðrún til Torfhildar:

Drottinn gefðu dánum ró og hinum líkn, sem lifa.
Torfhildur Jóhannesdóttir var fædd 9. okt. 1899, og var því tæplega 75 ára, er hún andaðist. Torfhildi eða Hiddu, sem við oftast kölluðum hana, kynntist ég haustið 1930. Þá hélt ég til hjá frú Helgu M. Níelsdóttur, ljósmóður að Njálsgötu 1. Hidda var þá þjónustustúlka þar. Árið eftir fékk ég leigða ibúð hjá Filippusi Guðm. og Kristínu systir Hiddu, að Þórsg. 19 og réðst hún þá ráðskona til mín. Hún var mjög heimakær og hæglát og þar sem við vorum aðeins tvær í heimili, tókum við um vorið 2 ungabörn. Steinþór, sem þá var 5 mán. og Önnu, sem aðeins var mánaðar gömul, en hún er systurdóttir Hiddu. Seinna, eða 1937, tókum við svo mánaðar gamlan dreng, Magnús Gunnar. Öllum þessum börnum reyndist Hidda eins og væru þau hennar eigin börn og þau voru henni alltaf góð.
Eftir að Anna og Steinþór stofnuðu sin eigin heimili var Magnús litli einn eftir hjá okkur og brást ekki umhyggja Hiddu gagnvart honum.
Að Rauðarárstíg 40 bjuggum við frá því 1938, og er ég stofnaði fæðingarheimilið, fluttist ég á neðri hæðina, en Hidda og Maggi bjuggu á efri hæðinni. Maggi var
sjómaður á togaranum „Júlí“ og hann var einn þeirra 32ja skipverja, er fórst með honum 9. febr. 1959. Þetta tók mikið á okkur öll, að missa þennan indæla dreng. Eftir það bjó Hidda ein í íbúðinni, og ég veit, að einveran og söknuðurinn höfðu mikil áhrif
á hana. Hún var mjög góð börnum Önnu og Steinþórs og naut hún þess líka, er hún lá í 9 mán. á Borgarspítalanum. Ég held, að aldrei hafi sá dagur komið, að þau ekki heimsóttu hana, og var það henni mikill léttir í hennar löngu veikindum. En nú er þessu öllu lokið og nú hefur hún aftur hitt Magga litla, sem ég veit, að hefur tekið henni opnum örmum. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.

- Auglýsing -

Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.

Guðrún Halldórsdóttir.

Fyrir alls ekki svo mörgum árum var samkynhneigð jafnan haldið leyndri og hún jafnvel fordæmd. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks er enn í fullum gangi og miðað við mannmergðina á götum Reykjavíkur í gær er henni fagnað hásterkt.

Hér að neðan má sjá færslu Andra Snæs í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -