Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Birgir vill senda börnin til séra Davíðs: „Ísland er kristið land“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Þórarinsso, er ekki beint sáttur við sóknarprestinn í Laugarneskirkjuséra, séra Davíð Þór Jónsson.

Áður var Birgir mjög áhrifamikill í Miðflokknum og er andstæðingur þungunarrofs, eins og lesa má hér:

Birgir vakti líka tölu­verða athygli fyrir skoð­anir sínar á þung­un­ar­rofi á síð­asta kjör­tíma­bili. Strax haustið 2018 var hann fyrsti flutn­ings­maður frum­varps tíu þing­manna um fæð­ing­ar­styrk til kvenna sem gefa börn til ætt­­­leið­ing­ar við fæð­ingu. Yrði það að lög­­um áttu mæð­urnar að fá fæð­ing­­ar­­styrk í sex mán­uði upp á 135.525 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt grein­ar­gerð var til­gangur frum­varps­ins „að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ætt­leið­ingar við fæð­ingu“ en letja þær frá því að rjúfa með­göngu. Frum­varpið var ekki afgreitt sem lög.

Eins og Mannlíf grein frá, fyrst allra fjölmiðla, þá tilkynnti Davíð Þór að Laugarneskirkja hefði tekið þá erfiðu ákvörðun að afþakka heimsóknir skólabarna á komandi aðventu.

Séra Davíð Þór tók ákvörðunina ásamt samstarfsfólki sínu eftir langa umhugsun; vildi hann gera þetta því heimsóknirnar hefðu getað skapað andstöðu og sundrung.

Við þetta er Birgir þingmaður – sem er menntaður guðfræðingur og þekktur fyrir að vera andsnúinn þungunarrofi – ekki sáttur og gerir málið að umtalsefni í grein í Mogganum í dag.

- Auglýsing -

Birgir gagnrýnir séra Davíð og segir Birgir að séra Davíð virðist í mun að hans verði minnst í sögubókum framtíðarinnar:

„Hætt er hins vegar við því að Laugarneskirkja verði ekki eins lifandi á komandi aðventu og verið hefur. Ástæðan er ákvörðun kirkjunnar um að afþakka heimsóknir grunnskólabarna á þeim tíma sem flestir horfa til kirkjunnar í aðdraganda jólahátíðar. Undir tilkynningu þess efnis frá kirkjunni ritar sóknarpresturinn, sá hinn sami og vék ómaklega að forsætisráðherra á vormánuðum og dæmdi heilan stjórnmálaflokk til helvítisvistar.“

Birgir heldur áfram á vegferð sinni í gagnrýni á séra Davíð:

- Auglýsing -

„Honum mun væntanlega verða að ósk sinni þar sem þess þekkjast ekki dæmi í kirkjusögunni að heimsóknir grunnskólabarna í kirkjuna séu afþakkaðar. Ég fæ ekki betur séð af viðbrögðum á samfélagsmiðlum en ákvörðunin hafi haft þveröfug áhrif, prestinum hafi tekist að kveikja nýtt ófriðarbál í kringum kirkjuna með þessari vanhugsuðu ákvörðun.“

Og heldur áfram:

„Í umræðunni sá ég meðal annars vangaveltur um hvað yrði næst og eðlilegt er að spurt sé. Ísland er kristið land og kristni hefur mótað það samfélag sem við búum í. Saga landsins og kristni eru að mörgu leyti samofin. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Þjóðkirkjan nýtur verndar samkvæmt stjórnarskrá og ríkisvaldið á að styðja hana og styrkja. Forsætisráðherra hefur sýnt það í verki og fyrir það ber að þakka.“

Og áfram:

„Ég leyfi mér að fullyrða að mikill minnihluti foreldra er andstæður kirkjuheimsóknum grunnskólabarna á aðventu. Það á ekki að bitna á meirihlutanum. Lifandi kirkja býður grunnskólabörn velkomin í kirkjuna á aðventu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -