Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Anna Álfheiður skapar samtal milli áhorfandans og verksins: „Að vera hér og nú, horfa, njóta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, myndlistarkona opnar sýninguna „Andrá línunar / Breathing lines“ í Gallery Port á laugardaginn 2. júlí n.k., kl.17:00  Sýningin stendur til 16. júlí og er opið í Gallerý Port frá þriðjudögum til laugardags frá 12:00-17:00.

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f.1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatalistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt.

Sýningin inniheldur u.þ.b. 20 málverk sem Anna Álfheiður hefur unnið á þessu ári, 2022. Verkin samanstanda af þrívíddar seríu sem hún hefur verið að vinna með síðastliðin tvö ár ásamt nýjum afbrigðum seríunar. Málverkin eru unnin í þrívíð form, með akrýl á striga annars vegar og skornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans.

Viðfangsefni verka Önnu er að leitast við að skapa samtal milli áhorfandans og verksins í gegnum skynjun hans og upplifun á margþættum myndfletinum þar sem litanotkun, formgerð og endurtekning spila stór hlutverk í samspili við staðsetningar, tíma og rúm.

Í síendurteknu ferðalagi línanna á taflborði strigans myndast streymi, síbreytilegt flæði. Að vera hér og nú, horfa, njóta og upplifa þrívíddar augnablik hins breytilega og óskilgreinda heims endurtekningarinnar. Eins og strangflata foss lita forma og vídda, horfa á andrá ferilsins breytast eins og gárur í hálf frosnu vatni. Á milli línanna er svo birtingarmynd hins geometriska landslags kunnugleikans í hvaða formi sem hún svo birtist og hvert hún á endanum leiðir þig. Njóttu ferðarinnar.

Gallery Port er styrkt af Reykjavíkurborg.

Anna Álfheiður á sinni fyrstu einkasýningu sem bar heitir Núllvigur í Listhúsi Ófeigs.
Myndlist eftir Önnu Álfheiði á Núllvigur sýningunni í Listhúsi Ófeigs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -