Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Anna Guðný er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða baráttu við veikindi. Fjöldi fólks hefur minnst Önnu á samfélagsmiðlum þar á meðal margir af fremsta tónlistarfólki landsins en hefur hún lengi verið einn fremsti píanóleikari landsins.

Anna fæddist þann 6. September 1958 og lagði stund á píanónám í Barnamúsíkskólanum hjá Stefáni Edelstein. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leið Önnu til London þar sem hún lauk framhaldsnámi við við Guildhall School of Music and Drama árið 1982. Anna á glæstan feril að baka og lék hún á tónleikum víða í Evrópu, Kína og í Japan.

Hún var fastráðinn píanóleikari um árabil hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en  starfaði hún einnig sem píanóleikari. Anna fékk þrisvar tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut hún verðlaunin árið 2008. Þá hlaut hún starfslaun menntamálaráðuneytisins árið 1995 og 2000 og orðu Hvítu rósarinnar frá finnska ríkinu árið 1997. Anna spilaði inn á hljómplötur með mörgu fremsta tónlistarfólki landsins en auk þess gaf hún út rómaðar einleiksplötur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -