Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Annar íbúi átti í deilum við Magnús degi fyrir morðið: „Þá finn ég högg á hnakkanum og vankast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórða vitnið – Nágranni sem Magnús átti í deilum við áður. Magnús vék úr réttarsalnum áður en vitnið kom inn í salinn.

„Ég kem heim daginn fyrir atburðinn. Er að labba inn heima og er að taka síðasta skrefið í stiganum og sé að hurðin er opin. Og fer inn og sé Magnús þar og bíð ég honum góðan daginn. Þá finn ég högg á hnakkanum og vankast og spyr hvað hann sé að pæla. Hann svarar mér ekki þá en ég ætla bara að ganga inn í íbúðina mína en hann meinar mér aðgang. Magnús hringir svo í lögregluna og segir að ég hafi ráðist á sig. Hann eltir mig svo út Barðavoginn. Þarna er ég mjög vankaður. Ég mundi ekki hvað hafði gerst . Ég hringdi í móður hans sem sagðist vera á sjúkrahúsi og að Magnús væri fullorðinn maður, hún gæti ekkert gert. Ég hringdi svo á lögregluna og svo í kærustuna sem var heima. Ég sé svo Magnús fyrir utan húsið gangandi í hringi. Lögreglan kemur og ræðir við Magnús en kærasta mín sagðist hafa heyrt Magnús segja að ég hafi ráðist á sig og troðið puttanum upp í munninn á honum. Lögreglan ræðir við mig í bílnum og segir mér hvernig svona fer fram. Svo ræðir lögreglan við mig heima og segir að Magnús sé orðinn rólegur og ætli að fara að sofa.“

Dómari spyr hvort hann hafi verið drukkinn, vitnið. „Ég var bláedrú“

„Um nóttina voru hrikaleg læti frá íbúð hans, eins og verið væri að færa fullt af húsgögnum. Svo fer ég upp á heilsgæslu daginn eftir til að fá vottorð. Þá tjái ég Gylfa líka um að Magnús hafi ráðist á mig. Og svo hringdi ég í móður mína, sem hefur verið í lögreglunni í langan tíma. Hún sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að fá héraðslækni til að svipta Magnús sjálfræði og fjarlægja hann úr íbúðinni.“

„Á leiðinni heim aftur, á degi atviksins er vitnið í bíl með mömmu sinni. Þá sjá þau Magnús fyrir utan húsið sem var óvenjulegt, að degi til. Þar gengur hann fram og til baka í garðinum. Mamma læsti bílnum strax. Ég tók til dót heima því ég vildi bara fara eitthvað annað.“ Segist vitnið hafa fengið það ráð frá lögreglunni að besta leiðin í þessu væri að gista aðra nótt og hringja aftur í lögregluna ef eitthvað kæmi upp, fá fleiri dæmi um óæskilega hegðun Magnúsar. Sagðist vitnið ekki hafa getað hugsað sér að gista aðra nótt.

„Ég bað Gylfa að hafa eyrun opin ef hann heyri eitthvað frá Magnúsi og segi honum að ég ætli ekki að gista þarna um nóttina. Hann sagðist ætla að tala hann til en ég ráðlagði honum að gera það ekki.“

- Auglýsing -

Dómari: Þú virðist lýsa ofsahræðslu?

Vitnið: „Já, ég var bara í áfalli. Á einu augabragði breyttist allt. Ég var farinn að skoða nýja leigu meira að segja. Fram að þessu voru samskiptin þau að ég hef orðið mjög var við hann. Það voru mikil læti í honum, hvort sem hann var að skella hurðum og fleira. ÉG man að ég ræddi tvisvar við hann. Fyrst þegar ég var nýfluttur inn. Þá talaði hann við mig með þeim hætti að mig grunaði að hann væri einhverfur. Hitt skiptið þá skellti hann hurðinni einn daginn og ég æsti mig og opnaði hurðina og spurði hvort það væri allt í lagi. Þetta er kannski ári áður en þetta gerðist. Hann svaraði „ég get spurt þig að því sama. Þú ert búinn að vera að fylgjast með mér.“ Ég fussaði bara og lokaði hurðinni. Ræddi svo við móður hans.“

Dómari: Varstu búinn að vera að fylgjast með honum?

- Auglýsing -

„Nei en hann virtist hafa þær kenningar. Ég meina ekki að ég hafi haldið að hann væri með samsæriskenningar, meira svona eins og hann hefði misskilið eitthvað. Eitt atriði: Ég kom og heilsa þeim báðum. Hann veitist að mér og grípur hér (og bendir á öxlina) og ég losaði mig. Mamma hans sá þetta og sagði honum að hann væri bara svona spenntur á sjá mig og það komi svona fram. Ég upplifði ekki ógn af þessu.“

Sækjandi: Spyr nánar út í samskipti þeirra
„Kærustu minni hafði verið tjáð að Magnús gerði ekki flugu mein, mamma hans sagði það.“

Gerðuð þið honum eitthvað á hans hlut?

„Ekki neitt.“

En voruð þið búin að færa mikið af húsgögnum eða eitthvað slíkt?

„Nei en ég man eftir einu. Ég var að spila tölvuleik og hann bankaði mjög laust á hurðina og spurði hvort ég gæti haft lægra í mér. Ég sagði að það væri ekkert mál en ég upplifði frekar eins og hann vildi bara eiga samskipti, ég var ekki með hátt.“ Sagðist vitnið ekki vita til þess að Magnús og Gylfi hefðu átt í deilum.

Verjandi: Varstu almennt búinn að ræða við Gylfa um að grípa inn í deiluna eða hjálpa þér?

„Nei.“

En miðað við skilaboðin á milli ykkar þennan dag virðist sem þið hafið rætt um Magnús áður.
„Kærasta mín hafði eitthvað rætt áður við Gylfa um hann.“

Lýsti vitnið að hann hafi síðar rætt við aðstandendur Gylfa sem sögðu að hann hafi verið svona maður sem vildi hafa alla sátta, að allir séu vinir og vilji ganga í svona mál og leysa þau.

Dómari: Hefurðu verið að ræða við Magnús um vini þína sem hann gæti hafa heyrt það?

„Ég hef verið að hugsa þetta. Mér finnst það mjög ólíklegt, nema hann hafi verið að liggja á gluggunum hjá mér.“

Segist vitnið að þó að hann hafi haft samskipti við Magnús, hafi hann alveg orðið var við hann oftar. Hann hafi til dæmis gert dyraat einu sinni og eitthvað fleira slíkt en ekkert sem hann óttaðist. Hann hafi bara haldið að hann væri einhverfur eða eitthvað slíkt.

Dómarinn spurði hvort að óttinn hafi bara kviknað eftir að Magnús veittist að honum. Svaraði hann því játandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -