Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Anton Máni Svansson nýr formaður SÍK – Fréttatilkynning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var kosinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær.

Anton Máni Svansson
Ljósmynd: Aðsend

Anton er meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Join Motion Pictures og hefur starfað sem framleiðandi og framkvæmdastjóri þess undanfarin 15 ár. Hann hefur meðal annars framleitt myndirnar Hjartasteinn, Hvítur, hvítur dagur, Berdreymi og Volaða land. Kvikmyndir hans hafa verið frumsýndar á stærstu hátíðum heims, þar á meðal í Cannes, Berlín, Feneyjum, Locarno og Toronto og hafa hlotið yfir 170 alþjóðleg verðlaun ásamt 16 Eddu-verðlaunum. Þar að auki hlaut hann Lorens verðlaunin fyrir kvikmyndaframleiðanda ársins á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð árið 2017.

Aðrir í stjórn SÍK eru Hilmar Sigurðsson, Inga Lind Karlsdóttir, Guðbergur Davíðsson og Júlíus Kemp. Varamenn eru Kristinn Þórðarson og Hlín Jóhannesdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -