Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Apabóla – Smitum fjölgar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt vef Embættis landlæknis kemur fram að laugardaginn 11. júní síðastliðinn, hafi þriðja tilfelli apabólu greinst í einstaklingi. Umræðir karlmann búsettan á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að viðkomandi sé ekki alvarlega veikur og að hann dvelji í einangrun á heimili sínu. Smitið er rakið til ferðar í Evrópu.

Ennfremur kemur fram að „Apabóla (monkeypox) er vel þekktur og landlægur sjúkdómur í Mið- og Vestur Afríku. Veiran fannst fyrst í öpum árið 1958 og fékk þannig nafn sitt en fyrsta tilfellið í fólki greindist árið 1970. Veiran er orthopox veira og er náskyld bólusóttarveiru (smallpox). Sjúkdómurinn hefur hingað til verið sjaldgæfur utan Afríku.

Undanfarnar vikur hafa tilfelli apabólu greinst í flestum löndum, auk nokkurra landa utan Evrópu þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur eins og hann er í Afríku. Veiran smitast helst frá dýrum (nagdýrum) í fólk en undanfarið hafa smit dreifst manna á milli, sem er óvenjulegra en ekki óþekkt. Allir geta smitast en í faraldrinum nú hefur sérstaklega borið á smitum milli karla sem stunda kynlíf með körlum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -