Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Arctic Adventure segir upp öllu starfsfólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur sagt upp öllu starfsfólki fyrirtækisins og dótturfyrirtækja þess og taka uppsagnirnar gildi 1. maí. Í tölvupósti frá Styrmi Þór Bragasyni, forstjóra Arctic Adventures, til starfsfólks kemur fram að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækjanna vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur íferðaþjónustunni á tímum kórónaveirufaraldursins.

Alls er um að ræða 152 starfsmenn sem flestir voru þegar komnir í 25 prósenta hlutastarf hjá fyrirtækinu, en missa nú vinnuna með öllu. Styrmir Þór gefur þó starfsfólkinu von um að geta komið aftur til starfa þegar rætist úr stöðunni:

„Það er þó einlæg von okkar að aðstæður breytist til betri vegar á næstu mánuðum og að hægt verði að endurráða sem flest ykkar aftur þegar rætist úr stöðunni,“ segir Styrmir Þór í lok bréfsins sem lesa má í heild hér fyrir neðan.

„Kæra samstarfsfólk

Ferðaþjónusta um heim allan er að verða fyrir gríðarlega neikvæðum áhrifum vegna heimsfaraldurs Covid19. Fyrir liggur að komur ferðamanna til Ísland verða í algjöru lágmarki næstu mánuði og alls óvíst hvenær gera má ráð fyrir að líf færist í ferðaþjónustuna á ný. Í ljósi þessarar stöðu er nauðsynlegt að ráðast í umfangsmikla endurskipulagningu bæði á rekstri og fjárhag Arctic Adventures og dótturfélaga þess. Til að lágmarka áhættu og aðlaga félagið að breyttu rekstrarumhverfi hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að segja upp öllum starfsmönnum Straumhvarfs, Adventure hotels og ITG og miðast uppsagnirnar við 1. maí. Tölvupóstur þess efnis verður sendur til allra starfsmanna innan skamms.

Það tekur okkur sárt að þurfa að grípa til þessara aðgerða en við teljum þær nayðsynlegar vegna þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir. Það er þó einlæg von okkar að aðstæður breytist til betri vegar á næstu mánuðum og að hægt verði að endurráða sem flest ykkar aftur þegar rætist úr stöðunni.

- Auglýsing -

F.h. Arctic Adventures

Styrmir Þór Bragason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -