Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Arion banki keypti átta lúxusbíla fyrir stjórnendur – Enginn feluleikur hjá Arion banka

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Átta lúxusbifreiðar hafa verið keyptar handa stjórnendum Arion banka síðustu þrjú ár. Hver um sig kostaði á bilinu 10,3 milljónir til 16,9 milljónir.

Ólíkt Íslandsbanka veitti Arion banki nákvæmar upplýsingar um kaup á lúxusbílum sem stjórnendum bankans bíðst afnot af. Einhverra hluta vegna neitaði Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka að veita nákvæmar upplýsingar um „bílahlunnindi“ bankans. Haraldur Guðni Eiðsson, í samskiptadeild Arion banka veitti hins vegar svör við öllum spurningum Mannlífs.

Samkvæmt Haraldi bauðst öllum níu stjórnendum bankans að fá afnot að bifreið en átta þeirra þáðu það. Sá níundi kaus sem sagt hefðbundna launagreiðslu í staðinn. Um er að ræða lúxusbíla á borð við Audi E-Tron, Land Rover Defender og Volvo XC90 sem hver um sig kostaði á bilinu 10,3 milljónir króna til 16,9 milljónir króna.

Svar Haraldar má lesa hér:

„Framkvæmdastjórar bankans geta valið hvort hluti af þeirra starfskjörum felist í afnotum af bíl í eigu bankans í stað hefðbundinnar launagreiðslu.

Af þessum hlunnindum eru greiddir skattar samkvæmt reglum Skattsins þar um. Sem dæmi má nefna að afnot af bifreið sem keypt er árið 2022 fyrir 12 m.kr. reiknast sem hlunnindi sem samsvara um 3 milljónum króna í laun á ári eða sem nemur 250 þúsund krónum á mánuði. Af þessum 250 þúsund krónum eru svo greiddir skattar eins og um hefðbundna launagreiðslu væri að ræða. Þannig má segja að hver um sig ákveði hvort, og þá hve stór, hluti launanna felist í afnotum af bíl.

- Auglýsing -

Í framkvæmdastjórn Arion banka sitja níu einstaklingar og hafa átta þeirra kosið að fá afnot af bíl. Bílarnir voru allir keyptir á síðustu þremur árum og eru af eftirfarandi gerðum: Audi E-Tron, Land Rover Defender, Mercendes Benz GLE og Volvo XC90. Kaupverð þeirra var á bilinu 10,3 milljónir til 16,9 milljónir.“

Engin svör bárust frá Landsbankanum og Kviku banka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -