Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Arnar Grant hafnar ásökunum um fjárkúgun: „Fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Grant sendi frá sér yfirlýsingu til fréttastofu RÚV þar sem hann hafnar þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar um fjárkúgun.

Í gær var greint frá því að þeir Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafi kært þau Arnar Grant og Vítalíu Lazarevu fyrir tilraun til fjárdráttar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífsins. Þremenningarnir lögðu fram kæru hjá héraðssaksóknara á föstudag þar sem þau Vítalía og Arnar eru sökuð um að hafa reynt að kúga út úr þeim 150 milljónir króna, gegn því að Vítalía félli frá því að kæra þá fyrir meint kynferðisbrot.

Vítalía steig fram í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti því að mennirnir þrír hefðu brotið á henni kynferðislega í sumarbústaðarferð í desember árið 2020. Þar var hún stödd ásamt Arnari Grant, en þau áttu þá í ástarsambandi.

Arnar Grant lét hafa það eftir sér nýverið að hann stæði með Vítalíu í málinu og myndi bera vitni ef til þess kæmi að málið færi fyrir dómstóla.

Hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna kæru þremenninganna og segir hana fráleita tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna.

Yfirlýsing Arnars í heild sinni:

- Auglýsing -

Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu.

Arnar Grant

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -