Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Árnastofnun líkir veganisma við árásargirni og djöflagang

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eða Árnastofnun eins og hún er oft kölluð, vinnur að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum. Hlutverk stofnunarinnar er einnig að miðla þekkingu á þessum fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni er sérstaklega falin.
Vefsíðan arnastofnun.is hefur meðal annars að geyma íslenska nútímamálsorðabók. Þar er hægt að fletta upp ógrinni íslenskra orða, sjá hvernig á að beygja þau og hvað þau þýða. Fyrir neðan orðið má sjá skyldar færslur. „Færslurnar eru nokkurs konar samheiti sem fengin eru með vélrænum hætti,“ stendur á vefsíðunni. Ef leitað er uppi orðinu „maður“ eru skyldar færslur ver, eiginmaður, karl, bóndi, mannsbarn, svo dæmi sé tekið. Vakið hefur talsverða athygli hver samheiti orðsins „vegan“ eru í orðabókinni. Orðið vegan er skilgreint sem „maður sem lifir á jurtafæði og sniðgengur dýraafurðir, grænkeri.“ Skyldar færslur eru þó geðofsi, árásargirni, ásækni, yfirgangur, ofstopi, ýtni, ágengni, ásælni, djöflagangur og illsakir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -