Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Árni Heimir: „Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Heimir Ingólfsson segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi undanfarin tvö ár unnið mikið í sjálfum sér, en eins og Mannlíf greindi frá hefur Bjarni Frímann Bjarnason sakað Árna Heimi um að beita sig kynferðisofbeldi:

Bjarni Frímann Bjarnason.

„Kæru vinir. Eins og sum ykkar vita hef ég undanfarin tvö ár verið í mikilli sjálfsvinnu. Þegar mér varð ljóst að ég hefði farið yfir mörk annarra án þess að gera mér grein fyrir því var augljóst í mínum huga að ég þyrfti að taka sjálfan mig í gegn.“

Hann segir að „það hefur sannarlega ekki verið auðvelt. Þá sem ég hef hegðað mér ósæmilega gegn bið ég afsökunar af djúpri einlægni og auðmýkt. Þau skref sem ég hef gengið síðustu tvö ár eru vonandi sönnun þess að ég tek málið alvarlega, og ég er staðráðinn í því að halda áfram að vinna í sjálfum mér.“

Árni Heimir greinir einnig frá því að hann hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar:

„Ég hef afskaplega góðan sálfræðing og aðra sérfræðinga mér við hlið sem hafa leitt mig gegnum hvert skrefið af öðru og munu gera það áfram. Við fáum öll okkar verkefni í lífinu og þetta er hið stærsta í mínu lífi. Ég tek það alvarlega, nálgast það af auðmýkt og einlægni og þakka fyrir stuðning vina minna og fjölskyldu, sem mér þykir vænna um en allt annað. Ást og friður, Árni Heimir.“

Stjórn Sinfóníunnar hefur sagt frá því að málið verði skoðað vandlega; en í færslu Bjarna Frímanns kemur fram að hann telji stjórn Sinfóníunnar hafa brugðist sér algerlega, en eftir færsluna virðist sem stjórn Sinfóníunnar hafi ákveðið að hlusta á kvartanir Bjarna Frímanns.

- Auglýsing -

Mannlíf mun halda áfram að fjalla um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -