2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund en ætlar að áfrýja

Arnþrúður Karls­dótt­ir, út­varps­stjóri Útvarps Sögu, var í morg­un dæmd í Héraðs­dómi Reykja­víkur til að greiða Reyni Trausta­syni, fyrr­ver­andi rit­stjóra DV og núverandi stjórn­ar­manni Stund­ar­inn­ar, 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur vegna ærumeiðandi um­mæla sem hún lét falla um Reyni á Út­varpi Sögu þann 5. desember 2018. Auk þess var Arnþrúður dæmd til að greiða 1,1 milljón í málskostnað. Hvorki Reynir né Arn­þrúður voru við­stödd dóms­upp­kvaðningu í dag er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Arn­þrúður hyggst sækja um leyfi til þess að á­frýja dómi til Lands­réttar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­manni hennar, Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni.

„Hér með er upplýst um að sótt verður um leyfi til þess að  áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019, Reynir Traustason gegn Arnþrúði Karlsdóttur, sem kveðinn var  í dag 11. febrúar 2020, til Landsréttar,“ segir í tilkynningunni.

Ummæli Arnþrúðar um Reyni sem dæmd voru dauð og ómerk eru eftirfarandi: „Sjáðu bara eins og […] stjórn­ar­formann Stund­ar­inn­ar, Reyni Trausta­son. Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar Hvað heldurðu að hann hafi mörg manns­líf á á á sam­viskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjöl­skyldurnar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerfum sem hann lét með lyga­f­réttum sem að eru fram­leiddar?.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum