2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Árshátíðum Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar frestað

Árshátíðir Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar áttu að fara fram í kvöld en báðum samkomunum hefur verið frestað.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að tekin hafi verið ákvörðun um að fresta árshátíðinni um óákveðinn tíma í ljósi þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19. Þar segir einnig að ákvörðunin sé „gríðarlega stór“ og þeir sem ætluðu að mæta á árshátíðina eru beðnir um að sýna skilning.

Á vef Garðabæjar segir : „Að höfðu samráði við almannavarnir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta árshátíð Garðabæjar fyrir starfsmenn Garðabæjar um óákveðinn tíma.“

Árshátíð Seltjarnarnesbæjar fór fram í gær.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum