Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Askur sigraðist á bílhræðslunni og elskar að ferðast um á mótorhjóli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Askur er sex ára yorkshire terrier sem elskar fátt meira en að þeysast á mótorhjóli með eigendum sínum. Eigendur Asks, hjónin Anna Málfríður Jónsdóttir og Gunnlaugur Hólm Sigurðsson eða Gulli, segja Ask hafa verið mjög bílhræddan og skelkaðan við mörg umhverfishljóð áður en hann prófaði mótorhjól.

Askur er með hlífðargleraugu þegar hann fer á mótorhjólið.

Anna lýsir Aski sem „dekurrakka fyrir allan peninginn“. „Við dekrum hann og hann er frekur samkvæmt því og veit hvað hann vill,“ segir Anna og hlær.

„Hann var alveg rosalega bílhræddur en eftir að við fórum að taka hann með okkur á mótorhjólinu þá minnkaði bílhræðslan,“ útskýrir Gulli. „Það er eins og þetta hafi aukið hugrekkið hans.“

Anna tekur undir. „Áður var hann hræddur við ryksuguna og handþeytara, hann var algjör skræfa. En af einhverjum ástæðum sóttist hann í mótorhjólið hans Gulla, sem ég vil meina að sé eitt háværasta mótorhjól á landinu,“ segir Anna.

Mynd / Guðný Hrönn

Anna og Gulli leyfðu Aski að venjast hjólinu smátt og smátt og nú er ekki aftur snúið. Í dag situr Askur í sérstakri hundatösku sem Anna kemur fyrir á bensíntanki hjólsins. Askur fer reglulega í styttri ferðir á höfuðborgarsvæðinu en hefur líka farið í langar ferðir, svo sem frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar og til Dalvíkur og um Snæfellsnesið.

- Auglýsing -

Anna tekur fram að Askur geti stungið sér ofan í töskuna ef þau eru komin á mikla ferð í umferðinni. „Hann er með þykka gæru ofan í töskunni og getur kúrt sig þarna ofan í. Svo þekkir hann hljóðið í hjólinu og um leið og ég hægi á mér þá stingur hann sér upp úr töskunni og fylgist með. Stundum stingur hann bara trýninu upp úr og þefar,“ segir Anna og hlær. „Svo stendur hann upp þegar ég fer í hringtorg og hreyfir sig með hjólinu. Þannig að hann tekur alveg þátt í öllu.“

„Á gatnamótum er fólk oft með myndavélar á lofti.“

Mótorhjólahundurinn Askur vekur alltaf athygli. „Á gatnamótum er fólk oft með myndavélar á lofti,“ segir Gulli. „Já, og margt fólk getur ekki annað en skellt upp úr þegar það sér hann gægjast upp úr töskunni í umferðinni,“ segir Anna.

Taskan sem Askur situr í er frá Bagster Puppy. Mynd / Guðný Hrönn

Ævintýri að fara á mótorhjólið

- Auglýsing -

Aðspurð hvort þau viti um marga aðra hunda sem hafa gaman af því að fara í mótorhjólaferðir svara þau því játandi.

„Já, þetta er svo mikil menning víða í Evrópu og Bandaríkjunum, að taka hundana með sér í mótorhjólaferðir,“ segir Gulli. „Við erum meira að segja í Facebook-hóp sem heitir Motorbike Dogs,“ bætir Anna við. „Þetta snýst bara um að hundarnir vilja vera með eigendum sínum.“

Gulli, Anna og Askur.

Þrjú ár eru liðin síðan Askur vandist mótorhjólaferðum og núna elskar hann að fara á rúntinn að sögn Önnu og Gunnlaugs. „Hann veit líka að þegar við förum út að hjóla þá fær hann annaðhvort að stoppa á hundasvæði og leika sér eða við stoppum til að fá okur pulslubita,“ segir Anna. „Það fylgir þessu alltaf ævintýri,“ bætir Gulli við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -