Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður um nýjan formann á landsfundi flokksins sem hefst í lok febrúar á þessu ári.
„Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna – getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug á fundi sem hún hélt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA.
Áslaug Arna hefur verið þingmaður síðan árið 2016 fyrir flokkinn einnig verið dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024.
Talið er að helstu keppinautar Áslaugar um formannsstólinn séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.