Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Áslaug Arna býður sig fram til formanns: „Tækifærið er núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður um nýjan formann á landsfundi flokksins sem hefst í lok febrúar á þessu ári.

„Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna – getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug á fundi sem hún hélt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA.

Áslaug Arna hefur verið þingmaður síðan árið 2016 fyrir flokkinn einnig verið dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024.

Talið er að helstu keppinautar Áslaugar um formannsstólinn séu Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -