Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Áslaug Arna: „Ég vonast til þess að geta opnað dyrnar og hleypt inn súrefni til nýsköpunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra greindi í dag frá þeirri ákvörðun sinni að styrkja sérstaklega innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Fyrsta skrefið væri að úthluta 60 m.kr. sem einungis væru ætlaðar til innleiðingar á nýjum lausnum sem auka gæði og hagkvæmni heilbrigðisþjónustu.

Áslaug Arna upplýsti um þetta við kynningu á nýju ráðuneyti við upphaf Nýsköpunarviku í hádeginu í dag. Fram kom að árlega færu um 30 milljarðar í nýsköpun en erfiðlega hefði gengið fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki að innleiða lausnir sína í heilbrigðisþjónustu.

Styrkveitingin verður háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig við að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er sóttur um í. Lögð verður sérstök áhersla á að styðja við samstarf milli hins opinbera og einkaaðila um land allt.

Ekki nóg að fjárfesta í nýsköpun ef þær eru ekki nýttar

Ráðherra sagði að ekki væri nóg að fjárfesta í nýsköpun ef þær eru ekki nýttar í íslensku samfélagi.

- Auglýsing -

„Við eigum að nota hugvit og nýsköpun til að efla heilbrigðiskerfið með hagkvæmum hætti.  Eftir að hafa fundað með fjölda frumkvöðla blasir við að veggir hins opinbera eru of háir og lokaðir fyrir hugmyndum nýsköpunarfyrirtækja. Þetta skýtur skökku við þegar við sem samfélag fjárfestum í nýsköpun fyrir um 30 milljarða en nýtum ekki þær lausnir sem verða til fyrir okkar eigin kerfi.“

Hún bætti því við að málið væri brýnt því spár um vöxt Landspítalans fram til ársins 2040 sýndu að vegna öldunar þjóðarinnar stefndi í að starfsfólki spítalans ætti eftir að fjölga um 45% ef reksturinn væri óbreyttur. Jafnframt sýndi greining McKinsey fyrirtækisins að við óbreyttar aðstæður ætti rekstrarkostnaður spítalans eftir að aukast um 90%. Greining McKinsey sýndi hins vegar að ef reksturinn yrði lagaður með nýjum ferlum og umfram allt stafrænum lausnum og nýsköpun þá myndi þessi gríðarlega aukning þjónustu ekki leiða til nema 3% fjölgunar starfsfólks og um 30% hækkunar heildarkostnaðar árið 2040.

Opna dyrnar og hleypa inn súrefni til nýsköpunar

- Auglýsing -

„Lykillinn að því að fjölga starfsfólki einungis um 3% í stað 45% er hugvitið. Þessari þróun verður ekki breytt án nýsköpunar, tækni og stafrænna lausna,“ sagði Áslaug Arna í ræðu sinni.

„Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið fyrir nýsköpunarfyrirtæki að koma á samstarfi við heilbrigðiskerfið er ég sannfærð um að áhugi fólks innan heilbrigðiskerfisins sé samt sem áður til staðar, en með þessu vonast ég til þess að geta opnað dyrnar og hleypt inn súrefni til nýsköpunar. Þetta er bara fyrsta skrefið því ef vel gengur munum við fara í mun fleiri sambærileg verkefni.“

Fram kom í máli ráðherra að styrkirnir yrðu auglýstir á næstu vikum með það að markmiði að fyrsta úthlutun gæti átt sér stað í haust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -