Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Áslaug Arna: „Virkilega ánægjulegt að sjá þetta unga fólk að læra þessa mikilvægu iðn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kynnti sér Kvikmyndaskóla Íslands og var hæst ánægð með starfið sem þar fer fram.

Ráðherra háskóla-, iðnaðarmála og nýsköpunar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, kom í heimsókn í Kvikmyndaskóla Íslands í gær, mánudaginn 15.maí, til að kynna sér starfsemina. En það eru liðin þrjú og hálft ár síðan Kvikmyndaskóli Íslands sótti formlega um að færast upp á háskólastig og þar með úr ráðuneyti mennta- og barnamála og yfir í ráðuneyti háskólamála sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrir nú. Síðasta haust fór fram alþjóðleg úttekt á Kvikmyndaskólanum sem lauk með ánægjulegri niðurstöðu. Nefndin sem tók skólann út í haust var skipuð Dr. Stephen Jackson, Bretlandi, Dr. Christinu Roznyai, Ungverjalandi og Ralph A. Wolff frá Bandaríkjunum en öll eru þau sérfræðingar í gæðakerfum háskóla. Niðurstaða úttektarinnar var að nefndin staðfesti að nám og kennsla sé á háskólastigi. Nefndin taldi hinsvegar ekki að skólinn væri tilbúinn í að bera nafnið háskóli fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem hún útlistaði og Kvikmyndaskólinn hefur notað síðustu mánuði í vinnu til að uppfylla.

Ráðherra kíkti inní tíma hjá Þorsteini Bachmann leikara þar sem hann kenndi leiklistarnemum hvernig á að gera leikaraprufur fyrir hlutverk með því að taka sjálf upp myndbandið af sér í hlutverkinu án þess að hafa mótleikara. En þetta er orðið venjan í leikaraprufum í dag, þar sem leikarar geta tekið þátt í slíkum prufum fyrir stór Hollywood verkefni hvar sem þau eru stödd á hnettinum, á Kópaskeri eða í Khisinau.

Síðan hitti ráðherra handritshöfunda og leikstjóra sem eru að klára lokaverkefni sitt enda útskrift fyrir þessa önn Kvikmyndaskólans á næsta leiti.

Loks var farið í kvikmyndasal skólans þar sem sýnd voru myndbönd og málefni skólans rædd við ráðherra. En svo þurfti ráðherra að fara enda skyldur hans margar þar sem leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag.

Áslaug Arna sagði að heimsóknin hefði verið ánægjuleg og henni væri ljóst hvað skólinn væri íslenskum kvikmyndaiðnaði mikilvægur. „Fræðandi og áhugaverð heimsókn,“ sagði ráðherrann. „Virkilega ánægjulegt að sjá þetta unga fólk að læra þessa mikilvægu iðn.“

- Auglýsing -

Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá árinu 2004 útskrifað um 600 nemendur úr skólanum. Samkvæmt rannsóknum sem skólinn hefur látið gera hafa yfir 90% útskrifaðra nemenda unnið í einhvern tíma við kvikmyndagerð að námi loknu og um 40% þeirra hafa gert það allan tímann frá útskrift. Kvikmyndaskóli Íslands er, ásamt Kvikmyndamiðstöðinni, orðinn ein af tveimur mikilvægustu stoðum kvikmyndaiðnaðar á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -