Laugardagur 14. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

Ásta sár og reið út í Guffa: „Guðfinni finnst ég kannski óheppin með útlitið, takk fyrir pent!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásta Þórdís Skjalddal, sem býður sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, er sár og reið yfir athugasemd sem Guðfinnur Stefán Halldórsson, betur þekktur sem Guffi bílasali, skrifaði undir mynd af henni á Facebook í gær.

Forsaga málsins er sú að Facebook-vinur Guðfinns deildi færslu Sósíalistaflokksins þar sem Ásta og baráttumál hennar voru kynnt til sögunnar. Undir þá færslu skrifaði Guðfinnur: „Siggi minn svaka eru fólkið þitt óheppið með útlitið.“

Ásta skrifaði athugasemd við komment Guðfinns þar sem hún sagði:

„Af því að það er það eina sem skiptir máli? Þá vitum við hvernig þú ert þenkjandi og getum framvegis snúið okkar bílaviðskiptum annað.“

Ætlar ekki að þegja yfir þessu

Ásta fylgdi þessari athugasemd svo eftir með pistli sem hún skrifaði og birti á framboðssíðu sinni í gærkvöldi. Af honum að dæma var Ástu eðlilega mjög misboðið.

- Auglýsing -

„Kæru vinir og félagar, ég er yfir mig hneyksluð núna. Ég er sár en ég er líka öskureið og ég ætla alls ekki að þegja yfir þessu svo ykkur er velkomið að deila,“ segir hún í pistlinum og heldur áfram:

„Eins og flestir vita þá er ég í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands af því að ég hef ýmislegt fram að færa eftir langan feril í félags og baráttumálum og áratuga lærdómsríkt starf og öfluga baráttu gegn fátækt – bæði í störfum mínum fyrir EAPN samtök gegn fátækt og sem samhæfingarstjóri Pepp Íslands, grasrótar fólks í fátækt og því hefur nýverið verið birtur stuttur pistill um mig og fleiri frambjóðendur flokksins inni á Sanna Reykjavík sem að hægt er deila þaðan til að kynna okkur frambjóðendurna fyrir væntanlegum kjósendum.

Einn vinur minn var svo elskulegur að deila mínum pistli og það vakti þau viðbrögð hjá Guðfinni bílasala sem sjá má af meðfylgjandi skjáskoti,“ segir hún og birtir mynd af athugasemdinni.

- Auglýsing -

Niðurlægjandi, óþarft og særandi

„Ég veit ekki hvort öðrum finnst Guðfinnur jafn fyndinn og myndarlegur og honum sjálfum finnst hann greinilega vera, en ég sé bara ekkert fyndið við að gera lítið úr fólki á þennan hátt og smætta það og málstað þess á jafn niðurlægjandi máta og hér er gert, fyrir utan hvað þetta er óþarft og særandi,“ segir hún og heldur áfram:

„Þetta viðhorf og þessi framkoma er hreint ekki boðleg, árið er 2022 en ekki 1922 og samfélagið ætlar ekki að sætta sig við þessa eitruðu forréttindakarlmennsku lengur.

Síðast þegar ég vissi var Reykjavíkurborg ekki stýrt af útliti borgarráðsmanna einu saman heldur af getu viðkomandi, af færni, samvinnu, dugnaði, þekkingu og kunnáttu svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún og endar pistilinn á þessum orðum:

„Guðfinni finnst ég kannski óheppin með útlitið, takk fyrir pent! en ég er of vel upp alin og of kurteis til að segja hvað mér finnst, að öðru leiti en því að ég veit hvaða bílasölu ég ætla aldrei nokkurn tímann framar að eiga viðskipti við, né mæla með við nokkurn mann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -