2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ástandið næstum orðið eðlilegt

Mannlíf ræðir við nokkra Íslendinga sem búa erlendis um upplifun þeirra á tímum COVID-19 en næstum fjórir milljarðar, eða meira en helmingur jarðarbúa, hafa sætt einhvers konar útgöngubanni eða takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi í 90 löndum á meðan faraldurinn geisar.

Edda Björk Ágústsdóttir býr í Hovden, litlum skíðabæ í Noregi, þar sem hún hefur meðal annars starfað sem bretta- og skíðakennari. Hún segir íbúana hafa virt þær reglur sem stjórnvöld settu vegna COVID-19 faraldursins. Allt hafi verið lokað um tíma en staðan sé nú næstum orðin eðlileg aftur.

„Í Noregi byrjuðu þeir upp úr 14. mars að loka skólum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og í raun öllum stöðum þar sem fólk safnaðist saman. Ég bý í litlum bæ úti á landi og fólk var ekki að stressa sig eða hamstra í búðum út af ástandinu. Hér eru allir pollrólegir og voða tillitsamir við náungann,“ lýsir Edda.

Hún segir að fyrir utan að hafa ekki vinnu þá hafi COVID-19 haft mjög lítil áhrif á líf hennar. „Ég náði að fara reglulega í skíðaferðir og á gönguskíði og um páskana var gefið leyfi fyrir því að opna skíðasvæðið, með varúðarreglum að sjálfsögðu. Svo eftir páska hefur allt smám saman opnað aftur og staðan hér er bara næstum eðlileg aftur. Núna er verið að plana sumar-„sísonið“ og auglýsa ferðir til Norðmanna í stað ferðamanna.“

AUGLÝSING


Lestu öll viðtölin í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum