Ragnar Erling Hermannsson vill hjálpa vini sínum, sem er kominn með húsnæði í fyrsta skipti í 27 ár. Vininum vantar húsgögn og pening.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og sjónvarpskona, birti færslu í dag þar sem hún birti myndskeið frá Ragnari Erling Hermannssonar, sem er hálfgerður talsmaður heimilislausra í Reykjavík. Í myndskeiðinu segir Ragnar frá því að vinur hans, Atli Sæmundsson, sé loksins kominn með húsnæði, eftir 27. ár á götunni. Auglýsir hann eftir húsgögnum og „skotasilfri“ handa Atla, svo hann geti gert heimili sitt fallegra.
Færslu Steinunnar má lesa hér:
„Hann Ragnar Erling Hermannsson er óþreytandi eins manns hjálparstofnun og hvíldarlaust gætir Riddara Reykjavíkur, heimilislausu ,,strákanna okkar”. Nú er Atli komin í hús og vantar eitthvað stöff til að búa til heimili. Ef einhver getur aðstoðað með húsgögn eða skotsilfur því riddarar þurfa skotsilfur þá eru allar upplýsingar hér að neðan og herrarnir taka á móti heimsóknum velviljaðra.“