Föstudagur 23. september, 2022
7.1 C
Reykjavik

Atli Fannar og Lilja trúlofuðu sig

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stjörnufjölmiðlamaðurinn geðþekki, Atli Fann­ar Bjarka­son, og Lilja Kristjáns­dótt­ir – menntaður lög­fræðing­ur – eru trú­lofuð.

Sást þetta í gær þegar parið breytti sam­bands­stöðu sinni á samfélagsmiðlinum sívinsæla, Face­book; þar var til­kynnt um trú­lof­un­ina og ríkti almenn gleði með trúlofunina.
Parið fallega hefur verið sam­an í nokkur ár; eiga fimm ára gamlan son sam­an.
Atli Fannar er maður víðförull og með afbrigðum fjölhæfur; hann stofnaði vefsíðuna Nú­tímann sem sló í gegn, en síðar lá leið hans yfir til RÚV, þar sem hann starfar enn. Þá var hann meðlimur hinnar goðsagnakenndu pönkgrúppu Hölt hóra.
Lilja er svo sannarlega enginn eftirbátur Atla Fannars – þrælklár og metnaðarfullur lög­fræðing­ur.
Atli Fannar og Lilja eru einnig saman í viðskiptum; en parið ný­trú­lofaða eru meðeig­end­ur lík­ams­rækt­ar­stöðvar­inn­ar Af­rek.
Mannlíf sendir þeim sínar bestu kveðjur. Til hamingju þið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -