Þriðjudagur 26. september, 2023
11.8 C
Reykjavik

Atli Þór rífur Bjarna í sig vegna Lindarhvolsmálsins: „Hann er með krumlurnar í þessu öllu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Atla Þór Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International lætur Bjarna Benediktsson heyra það í nýrri færslu á Facebook.

Atli Þór birti skjáskot úr frétt Vísis þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Lindarhvolsmálið sé „stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóðs“. Segir hann ennfremur í fréttinni að hann hefði ekki lesið greinargerðina um Lindarhvol sérstaklega, þrátt fyrir að hafa verið með hana í höndunum síðustu fimm ár. Atli Þór segir að Bjarni hafi „auðvitað lesið þetta því annað væri auðvitað gáleysi af hálfu ráðherra og brot á ráðherraábyrgð.“

Segir Atli Þór pólitík Bjarna vera beinlínis þá að „réttu strákarnir fái að spila með eigur almennings.“ „Það er það sem gerðist,“ bætti hann við að lokum. Færsluna má lesa hér að neðan:

„Hef aðeins minnst á hvernig menn vopna sig vanhæfni í bæði Íslandsbankamálinu og svo auðvitað Lindarhvoll. Þegar fjármálaráðherra segist ekki hafa lesið plagg sem hann hefur haldið leyndu í hálfan áratug þá er ráðherra að vopna sig vanhæfni – auðvitað hefur hann lesið þetta því annað væri auðvitað gáleysi af hálfu ráðherra og brot á ráðherraábyrgð. Bjarni er bara að láta eins og þetta sé ekki yfirhylming sem er spilling heldur bara vanhæfur vitleysingur sem nennir ekki einu sinni að lesa. Mest er þetta þó bara stælar í einhverju pakki sem er alltaf með leiðindi. Raunar er kannski bara um stórglæsilegan árangur að ræða að mati Bjarna. Bjarni veit alveg að ef ekki væri búið að rústa öllum stofnunum, eftirliti og siðferðisviðmiðum þá væri hann auðvitað ekki ráðherra. Hann er með krumlurnar í þessu öllu. Það er beinlínis hans pólitík að réttu strákarnir fái að spila með eigur almennings. Það er það sem gerðist.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -