Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Auður snýr aftur: „Ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson sem þekktur er undir listamannanafninu Auður, mun í kvöld stíga í fyrsta skipti fram opinberlega eftir hlé. Hléið tók hann eftir að alvarlegar ásaknir á hendur honum komu upp á yfirborðið.

Samkvæmt Vísi fer Auður yfir ásakanirnar í fréttaauka Stöðvar 2 klukkan 18:55 í kvöld. Hann viðurkennir ásakanir sem þrjár konu hafa borið á hann og að hafa sýnt af sér meiðandi hegðun. Finnst honum þó mikilvægt að kveða niður þær sögusagnir að hafi látið þær skrifa undir þöggunarsamninga og segir mikilvægt að vera dæmdur af gjörðum sínum en ekki sögusögnum.

„Það er í grunninn munur á því að trúa þolendum og trúa orðrómum. Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt. Ég vil miklu frekar, bæði hér og í lífi mínu, axla ábyrgð á þeirri hegðun sem ég ber ábyrgð á. Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni en ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ segir Auður í viðtali kvöldsins.

Kveðst hann hafa farið í algjöra endurskoðun á sjálfum sér og hafa dregið sig alveg út úr sviðsljósinu síðasta tæpa árið. Þá hefur hann undirgengist sálfræðimeðferð og hætt að drekka. Tekur hann þó fram að hann hafi aldrei notað áfengið sem afsökun, heldur verði hann einfaldlega verri útgáfa af sjálfum sér undir áhrifum.

„Það var ákveðið breakthrough hjá mér að tala við sálfræðinginn minn, hann sagði við mig að það sé hægt að beita ofbeldi án þess að ætla sér það og án þess að gera sér grein fyrir því að maður sé að því. Og ég tók þetta svolítið til mín og hef verið að taka þetta til mín. Vegna þess að ég veit að ég hef aldrei ætlað mér að vera særandi eða óþægilegur eða dónalegur, fara yfir mörk eða vera skeytingarlaus í mínum samskiptum. En það er sannarlega það sem ég þarf að axla ábyrgð á.“

Viðtalið allt má sjá á Stöð 2 klukkan 18:55.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -