Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Auglýsingar bílasölu brjóta í bága við lög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendastofa hefur ákvarðað að bílasalan Carson ehf. hafi gefið neytendum villandi upplýsingar í auglýsingum sínum og telur rétt að banna bílasölunni að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir því að verð á vörum sem tilgreindar væru á tilboði, væru á sama verði og áður og ekki væri tekið fram hvert fyrra verð tilboðsvaranna væri.

Í 5. gr., laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er lagt almennt bann við óréttmætum viðskiptaháttum, áður en, á meðan og eftir að viðskipti með vöru fer fram eða þjónusta er veitt.

Neytendastofa vísar einnig til 11. gr. laganna þar sem segir: „Útsölu eða aðra sölu, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerkingum hvert hið upprunalega verð vörunnar var.“

Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að í auglýsingu Carson væru engar upplýsingar um fyrra verð varanna auk þess ekki var sýnt fram á að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. Taldi stofnunin framsetninguna gefa villandi upplýsingar um verðhagræði. Neytendastofa taldi því rétt að banna Carson ehf. að viðhafa þessa viðskiptahætti.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér.

- Auglýsing -

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -