Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Aukið ofbeldi kemur Ólínu ekki á óvart: „Nú síðast í gær varð ég að slökkva á Ríkissjónvarpinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólína Kjerúlf Þorvarðadóttir, fyrrum alþingismaður, segir sér ekki koma á óvart að ofbeldi á meðal ungmenna sé að aukast. Í færslu á Facebook síðu sinni segir Ólína börn verða fyrir skefjalausu ofbeldisinnrætingu. Hún tekur sem dæmi, tölvuleiki, kvikmyndir og samfélagsmiðla á borð við TikTok. „Nú síðast í gær varð ég að slökkva á Ríkissjónvarpinu þegar mér var boðið upp á að „skemmta“ mér yfir sakamálamynd þar sem verið var að búta fólk í sundur, plokka úr því augun og festa þau á band,“ segir Ólína í færslunni.

Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Í nótt voru tveir 14 ára unglingar handteknir eftir að hafa ráðist af handahófi á fólk í miðborginni og veitt því áverka, svo flytja þurfti tvennt á bráðamóttöku. Fréttinni fylgdu þær upplýsingar að ofbeldi meðal ungmenna væri að aukast.

Ég er satt að segja ekki mjög undrandi á þessu, svo óæskilegt sem það er og uggvekjandi. Ef við lítum í kringum okkar á þá skefjalausu ofbeldisinnrætingu sem börn og ungmenni verða fyrir hvarvetna þar sem afþreying er í boði, hvort sem litið er á kvikmyndir, tölvuleiki eða það efni sem gengur á samfélagsmiðlum eins og TikTok o.fl. Nú síðast í gær varð ég að slökkva á Ríkissjónvarpinu þegar mér var boðið upp á að „skemmta“ mér yfir sakamálamynd þar sem verið var að búta fólk í sundur, plokka úr því augun og festa þau á band.

Ég er ein af þeim sem þoli ekki ofbeldi – mér verður líkamlega illt af því að horfa á gróft ofbeldi í kvikmyndum. Klisjan um að maður geti sjálfur valið sitt áhorf hefur oft dunið á mér, ég þurfi ekki að kveikja á sjónvarpinu, þurfi ekki að fara í bíó frekar en ég vilji og þar fram eftir götum. Ekkert af þessu eru þó sanngjörn mótrök, því þegar „menningin“ hefur hreiðrað um sig gegnsýrir hún allt sem fyrir verður og valið er ekki raunverulega til staðar.

Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir dægurmenningu sem beinist að þeim sem aldurshópi. Ofbeldisfullir tölvuleikir sem beinast að þeim sem markhópi eru framleiddir eins og enginn sé morgundagurinn. Í lokuðum kreðsum unglingamenningarinnar vill verða lítið eftirlit og þar getur orðið mög óæskileg gerjun. Gömul saga og ný.

- Auglýsing -

Mér er full alvara þegar ég segi að hér þurfi að reisa við skorður. Sérstaklega hef ég áhyggjur af eitruðum karlmennskuhugmyndum ungra manna sem mér sýnast standa í beinu sambandi við þann kynjahalla sem sjá má í skólakerfinu, þar sem ungir menn eru orðnir í minnihluta – jafnvel orðnir færri en þriðjungur sumstaðar – og fækkar stöðugt.

Ég hef enga töfralausn, en held samt að það væri æskilegt ef stjórnvöld félags- menningar- og menntamála settu af stað stefnumótunarvinnu til þess að sporna gegn ofbeldismenningu og menntunarskorti meðal ungra karlmanna. Eitt það fyrsta sem þyrfti að skoða í því sambandi væri það afþreyingarefni sem ungu fólki stendur til boða.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -