- Auglýsing -
Ekki virðast eldsneytishækkanir að hafa áhrif á umferðarþunga, á vegum Íslands, miðað við síðustu tölur frá Vegagerðinni. Umferð á vegum í ár stefnir í að verða jafnmikil og hún var árið 2018. Í júní síðastliðnum mældist hún sú mesta í júnímánuði frá upphafi mælinga, eða rúmum 2% yfir eldra meti frá 2019.
Vegagerdin.is. Sextán lykilteljarar Vegagerðarinnar mældu tæpum 6% meiri aukningu í umferðinni í júní 2022 miðað við júní 2021
Mælingarnar sem af eru ári gefa til kynna að allt stefni í að umferðin muni aukast um 3,5% miðað við árið í fyrra. Gangi sú spá eftir verður nýtt með slegið í umferðarmagni, þá 0,2% meira en metárið 2018.