2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ávarp Guðna Th.: „…léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum“

„Ýmsar sögur eru til af erlendum stórrisum, sem hösluðu sér völl á nýjum stað og fóru offari, léku innfædda grátt, með blekkingum, svikum og mútum. Þannig framferði er auðvitað óverjandi,“

 

sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í ávarpi sínu á föstudag. Tilefnið var heimsókn í álverið í Straumsvík, en þess er minnst í ár að hálf öld er liðin frá því að framleiðsla þar hófst. Guðni Th. í kynnisferð um álverið, ræddi við starfsfólk og forystulið. Útkomu álorðasafns var fagnað og Guðni flutti fyrnefnt ávarp. Næsta víst er að með orðum sínum vísar Guðni Th. meðal annars til Samherjamálsins.

Mynd / Heimasíða Forseta Íslands

„Við Íslendingar verðum að geta borið höfuðið hátt í útlöndum, ekki síst við sem höfum notið trausts til trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð. Við viljum eiga okkar flaggskip og lofa þá sem þar eru á stjórnpalli, fólk í heimi menningar og mennta, íþrótta og lista, fólk í heimi hátækni og nýsköpunar, fólk í heimi iðnaðar og útvegs. Lengi höfum við stært okkur af forystuhlutverki til sjávar, þekkingu okkar og reynslu og vilja til að vinna með öðrum, öllum til hagsbóta. Þetta hef ég gert nýlega, svo dæmi séu tekin, í heimsóknum ytra og þegar ég tók á móti nýjum sendiherra Namibíu eins og lesa má í frétt á heimasíðu embættisins: „Loks var rætt um fiskveiðar undan ströndum Namibíu og framtíðarhorfur þar í þágu heimamanna“, og var þá vísað til þróunarsamvinnu þar ytra.
Kæru landar: Ef við, sem komum fram í þágu Íslands, eigum að geta lofað frumkvæði og dugnað í útvegi og öðrum greinum íslensks atvinnulífs, verðum við að sjá í verki að þar sé unnið af heilindum. Þeirri heildarmynd er vel hægt að halda við, sé vilji fyrir hendi.“

AUGLÝSING


Ávarp Guðna Th. má lesa í heild sinni hér.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum