Mikill viðbúnaður lögreglu- og sjúkraflutningamanna var við Sky Lagoon vegna andláts gests lónsins á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Nokkrir gestir Sky Lagoon urðu vitni að málinu.
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlátið en samkvæmt frétt á Vísi lést gesturinn.
Lögreglan tjáir sig ekki að stöddu um málið að öðru leyti að staðfesta að andlátið væri til rannsóknar. Verið sé að ræða við vitni og fara yfir gögn málsins.
Grímur Grímsson, sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu, en tók fram að ekki væri grunur um refsiverða háttsemi.
Von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.