Bæjarstjóraskipti á Ísafirði kosta 14 milljónir

Deila

- Auglýsing -

Bæjarstjóraskipti í upphafi þessa árs kosta Ísafjarðarbæ 14 milljónir króna, kemur þetta fram í viðauka við fjárhagsáætlun vegna ársins 2020, sem samþykktur var á fundi bæjarráðs fyrr í dag.

Bæjarins besta greinir frá.

Guðmundur Gunnarsson var ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar haustið 2018, hann lét hins vegar skyndilega af störfum í janúar á þessu ári og réð meirihluti bæjarstjórnar Birgi Gunnarsson í starfið í febrúar.

Í tilkynningu frá bæjarstjórn um starfslok Guðmundar kom fram að ástæðan væri ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins.

Guðmundur var í forsíðuviðtali Mannlífs í febrúar.

Sjá einnig: Hefði getað verið „viljugri fótgönguliði“

Sagðist Guðmundur ekki lengur telja sig velkominn í samfélaginu á Ísafirði, og sakaði hann sitjandi bæjarstjórn um rógburð. Hann og fjölskylda hans settu hús sitt á Ísafirði á sölu og eru flutt þaðan í Kópavog.

- Advertisement -

Athugasemdir