Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Bakslag komið í bataferli Guðmundar Felix: „Ef ég hafna handleggjunum gæti ég misst þá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bakslag er komið í bataferli Guðmundar Felix Grétarssonar en hann fékk græddar á sig tvær hendur fyrir tveimur árum, líkt og heimþekkt er orðið.

Guðmundur Felix hefur verið duglegur að birta fréttir af bataferlinu en nýlega birti hann myndband af sér hjóla, sem var stórt skref. En nú fyrir stundu var hann að birta slæmar fréttir.

Fyrir tveimur til þremur vikum síðan byrjaði húðin í kringum neglurnar á höndum Guðmundar Felix að bólgna. Svo fóru þær að detta af. Fyrir viku byrjaði hann svo að fá útbrot á handleggina. Eftir nána skoðun lækna kom í ljós að líkaminn væri farinn að hafna handleggjunum en það gæti leitt til þess að hann missi handleggina. „Það er ekki óalgengt að það gerist á fyrstu vikum og mánuðum eftir ígræðslu en tveimur árum eftir ígræðslu er það ekki algengt en ekki óheyrt,“ sagði Guðmundur Felix í myndbandinu sem hann birti á samfélagsmiðlum sínum. Segir hann þar að nú sé hafin meðferð til að snúa ferlinu við, hann sé farinn að taka nokkur lyf, þar á meðal stera til að stöðva höfnun líkamans. „Ef ég hafna handleggjunum, get ég misst þá.“ Mannlíf krossleggur fingur eins og restin af heiminum og vonar það besta. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -