Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bakvörðurinn breytti um nafn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir, bakvörðurinn frægi, hefur ekki alltaf gengið undir því nafni heldur er hér um að ræða aðra ef ekki þriðju útgáfu af nafni hennar.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Á árunum 2011-2013 virðist hún hafa gengið undir nafninu Anna Jóna og fyrir því liggja heimildir í fjölmiðlum. Fyrir þann tíma birtist einnig í fjölmiðlum nafnið Natalie Ninja Óskarsdóttir um leið og nafn sambýlismanns og barnsföður Önnu Auroru, Hreins Heiðars Oddssonar.

Sjá einnig: Einkaviðtal við bakvörðinn: „Ég var meðhöndluð eins og stórglæpamaður“

Bakvörðurinn skaust upp á stjörnuhimininn hér á landi fyrir viku síðan er hún var handtekin vegna ásakana um að hafa villt á sér heimildir og meintan þjófnað sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík en þar hafði hún starfað í viku. Í einkaviðtali við Mannlíf daginn eftir sagðist hún hafa ráðið sér lögmann til að stefna Gylfa Ólafssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og lögreglustjóranum á Vestfjörðum. Stefna hefur ekki borist lögreglustjóranum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, og hann staðfesti jafnframt að engin lyf hefðu fundist við húsleit í vistarverum bakvarðarins. Alma Möller landlæknir upplýsti á fréttamannafundi að bakvörðurinn hefði ekki réttindi til starfa og engin umsókn um starfsréttindi lægi fyrir.

Fjölhæfur bakvörður

Fyrir utan að hafa setið um tíma sem stjórnarmaður Framsóknarfélags Mosfellsbæjar á Anna lögmannstofuna Aurora Nordic sf. ásamt sambýlismanni sínum. Í vetur hefur hún sinnt kennslustörfum í grunnskóla og fékk til þess undanþágu frá menntamálaráðuneytinu.
Aðstoðarskólastjóri segir Önnu Auroru hafa reynst vel í starfi og yfir henni sé ekkert að kvarta.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Falski“ bakvörðurinn á framboðslista í síðustu kosningum – „Harmleikur“ segir fyrrverandi samstarfsmaður

DV hefur einnig greint frá því að Anna Aurora hafi reynt að villa á sér heimildir sem réttarmeinafræðingur og hafi borið fyrir sig doktorsgráðu í þeim fræðum. Sami fjölmiðill hefur einnig bent á hlutverk Önnu Auroru sem formanns Samtaka foreldra leikskólabarna frá árinu 2013 en þá gekk hún einmitt undir nafninu Anna Jóna.

Meint fjársvik

- Auglýsing -

Fjölmiðlar hafa greint frá því að Anna Aurora sé til rannsóknar hjá lögreglu vegna annars máls, þ.e. meintra fjársvika. Í því máli er henni líka gefið að sök að hafa villt á sér heimildir með því að þykjast vera lögmaður. Á hún að hafa framvísað meistaragráðu frá erlendum háskóla sem sýni það.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá á Anna Aurora helmingshlut í lögmannsstofu á móti sambýlismanni sínum, Hreini Heiðari. Þar kemur fram að fyrirtækið veiti meðal annars skattaráðgjöf, lögfræðiþjónustu og viðskiptaráðgjöf ásamt heimild til sölu bifreiða.

Sjá einnig: Gátum ekki tekið neina áhættu varðandi bakvörðinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -