Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Baneitraðir sinueldar við eldgosið: „Krabba­meinsvald­andi loft­teg­und­ir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur, óttast að við munum glíma við afleiðingar sinueldanna í mörg ár.

„Þess­ir sinu­eld­ar eru ban­eitraðir. Þeir inni­halda krabba­meinsvald­andi loft­teg­und­ir og fínagn­ir sem kom­ast í önd­un­ar­færi fólks. Þegar fólk er búið að vera meira en kort­er í þess­um reyk er það komið með væg ein­kenni reyk­eitr­un­ar. Og ef fólk er leng­ur er það komið með al­var­leg ein­kenni,“ sagði Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands, í samtali við mbl.is í dag um þá sinuelda sem geisa við gosstöðvarn­ar á Reykjanesinu.

„Við erum hér á norður­hjara ver­ald­ar og þegar gróður skemm­ist svona mikið má bú­ast við því að við taki upp­blást­ur, og við get­um verið að glíma við af­leiðing­arn­ar í mörg ár.“

„Þetta gos er miklu kröft­ugra en hin tvö þannig að það er ólík­legra að þetta drag­ist eitt­hvað á lang­inn. Má ímynda sér 2-3 vik­ur,“ sagði Ármann um eldgosið sjálft og mögulegan líftíma þess.

Svæðið er ennþá lokað almenningi en tilkynnt verður um mögulega opnun á svæðinu síðar í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -