Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Bandaríkjamaður dró upp piparúða við Hlemm og hótaði mæðgum: „Palestína er ekki til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan hefur ekki enn yfirheyrt mann sem dró upp piparúða og ógnaði mótmælendum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu 3. september síðastliðinn.

Þann 3. september veittist Bandaríkjamaður sem giftur er íslenskum manni, að lítilli palestínskri stúlku og móður hennar fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu, með fúkyrðum. Þegar íslensk kona, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, sem stödd var á mótmælunum sem haldin voru til að mótmæla framgöngu lögreglunnar í fyrri mótmælum og skipulögð af No Borders Iceland, steig inn í og staðsetti sig á milli mannsins og mæðgnanna, trylltist maðurinn og dró upp piparúða úr tösku sinni og hótaði að nota hann.

Ég tók eftir því að maður stóð og jós fúkyrðum yfir konu og litla stúlku fyrir utan lögreglustöðina við hlemm. Við vorum saman komin þar að mótmæla harðræði lögreglu og vopnaburði,“ segir María Lilja í skriflegu svari til Mannlífs.

„Ertu hryðjuverkamaður?“

Segir hún manninn, sem er yfirlýstur sionisti, samkvæmt Instagram-reikningi hans, hafa öskrað á litlu stúlkuna „Palestína er ekki til“ og „Ertu hryðjuverkamaður?“.

„Litla stúlkan, sem er nýlega komin frá Gaza, var með fallegt palestínu-hálsmen yfir úlpunni sinni og fullorðna konan var með hijab og keffeyh þar yfir. Stelpan var orðin niðurlút þegar ég kom að en maðurinn öskraði á hana sérstaklega „Palestine does not exist“ „are you a terrorist“ hún hélt fast í hlaupahjólið sitt og konan reyndi að róa hana á arabísku. Sagði henni að leiða hann hjá sér (eftir því sem arabískukunnátta mín skildi) hún svaraði honum ekki í mörgum orðum, bað hann að fara og sagði honum að hann hefði rangt fyrir sér. Sýndi ótrúlega stillingu.“

- Auglýsing -

María Lilja segist hafa á þessu augnabliki stigið á milli mannsins og stúlkunnar og spurt hvað hann væri eiginlega að gera en hún sagði hann hafa verið með „íslenska viðhlæjendur“ stutt frá sér.

„Ég steig því á milli mannsins og stúlkunnar og spurði hann hvað í ósköpunum hann teldi sig vera að gera, ráðast á lítið barn. Hann var amerískur en með íslenska viðhlæjendur sem biðu hans nálægt Hlemmi, líklega á leið í mat því þau kölluðu til hans að koma en skárust ekki frekar í leikinn. Ég tók mér stöðu á milli hans og kvennanna og bað hann að fara.“

Tók tryllingskast

- Auglýsing -

Við þetta segir María Lilja manninn hafa tekið „tryllingskast“:

„Þarna tekur hann einhverskonar tryllingskast (tantrum) og kallar mig öllum illum nöfnum. Ég er alveg vön ýmsu en þessi maður var virkilega unhinged. Hoppandi og æpandi, ógnandi mér með látbragði en ég stóð bara áfram og þá gargaði hann á mig að ef ég ætlaði að vera með einhverja stæla þá myndi hann ekki hika við að nota piparúðann á okkur (mig, barnið og konuna). Hann beygir sig ofan í bakpoka (hann var í tactical fötum með tactical poka) og dregur upp brúsa með piparúða.“

Þegar þarna kemur við sögu segir María Lilja að fleira fólk hafi borið að og Bandaríkjamaðurinn því hörfað.

„Ég vék ekki ef ske kynni að hann færi að spreyja svo barnið kæmist undan. Þarna kemur svo fleira fólk að og sér hvað er í gangi. Þá hörfar hann, stekkur á reiðhjól og hjólar hratt fram og tilbaka nokkrar ferðir fyrir aftan mótmælin öskrandi kynþáttahatur og níðyrði í garð araba og Palestínufólks og hjólar svo burt út Hverfisgötu.“

Bætir hún við að lokum: „Alvarlegt ef hér eru síonistar með vopn sem fá bara að veifa þeim og ógna án afleiðinga.“

Mannlíf heyrði í lögreglunni sem segir að málið hafi verið tilkynnt en enn eigi eftir að ræða við umræddan mann. Aðspurð hvort piparúði sé ekki ólöglegur í höndum almennra borgara hvað lögreglan svo vera.

Ekki náðist í viðkomandi Bandaríkjamann við gerð fréttarinnar en samkvæmt myndskeiði sem Pétur Eggerz birti á Instagram en hann varð vitni af atvikinu, svaraði maðurinn honum í skilaboðum, með því að kalla hann hryðjuverkamann og segja að honum hafi verið ógnað.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -