Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Bandaríkjamenn halda fast um budduna – Telja að breytingar verði á ferðalögum innanlands í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríkjamenn eru sú þjóð sem er fjölmennust í hópi ferðamanna hér á landi og sérstaklega yfir sumarmánuðina. En í Bandaríkjunum líkt og víða annars staðar hefur verðlag verið á uppleið og það hefur áhrif á sumarleyfi fólks.

Algengast er að fólk segist ætla í færri ferðalög eða ferðast styttra frá heimilinu en áður var lagt upp. Ódýrari afþreying og gisting eru líka ofarlega á blaði hjá þeim sem gera ráð fyrir að hækkandi verðlag hafi áhrif á ferðalög næstu mánaða.

Þessir tveir síðarnefndu þættir eru sérstaklega áhugaverðir út frá íslenskri ferðaþjónustu því meðaleyðsla bandarískra ferðamanna hér á landi er almennt há.

Það sýna í það minnsta niðurstöður nýrrar könnunar fjármálaritsins Bankrate því samkvæmt þeim gera sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum ráð fyrir að gera einhverjar breytingar á ferðaplönum sumarsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -