Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Bandarísk transkona sækir í vernd og öryggi á Íslandi: „Þetta er allt annar heimur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Rynn Willgohs, fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta. Hún hefur ákveðið að flytja til Íslands þar sem hún upplifði mikið öryggi í sumarfríinu sínu.

Rynn Willgohs, fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta.

Vegna fordóma og ofsókna telur Willgohs sig ekki lengur geta búið í heimalandinu en á Íslandi er viðmótið allt annað að hennar sögn. Á Íslandi hafi henni verið tekið opnum örmum og Willgohs upplifaði sig sem velkomna hér á landi.

„„Þetta er allt annar heimur á Íslandi. Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum.

Willgohs vonast til fá vinnu á Íslandi sem fyrst og þurfa ekki að sækja um hæli. Hún stefnir á að sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt og hefur þegar keypt sér íbúð hér á landi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -