Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Bannsvæði víða um heim

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar við ferðumst viljum við flest reyna að sjá sem mest og fá eins mikið út úr ferðalaginu og hægt er. Sums staðar rekumst við þó á veggi því margir staðir í heiminum hafa takmarkað aðgengi og önnur eru harðlokuð almenningi. Hér má lesa um nokkur þeirra og Ísland á að sjálfsögðu sinn fulltrúa.

 

Bohemian Grove

Bohemian-klúbburinn í Monte Rio, Kaliforníu samanstendur af ríkasta og valdamesta fólki heims. Á stórri og skógivaxinni landareigninni getur það skemmt sér án þess að almúginn flækist fyrir. Það kostar 25 þúsund dollara að ganga í klúbbinn og árgjaldið er 5 þúsund dollarar. Ekki fær þó hver sem er að verða meðlimur og þeir sem reyna að lauma sér óboðnir inn á svæðið verða umsvifalaust handteknir. Athyglisverður klúbbur sem er sagður búa yfir mörgum leyndarmálum.

 

Lascaux-hellamyndirnar

- Auglýsing -

Hinn átján ára Marcel Ravidat, ásamt þremur vinum sínum, fann hellinn með þessum forsögulegu hellamyndum þann 12. september 1940. Átta árum síðar voru hellarnir opnaðir almenningi og allt að 1200 manns heimsótti þá daglega. Um 2000 myndir/fígúrur er að finna á veggjunum, bæði af mönnum og dýrum og einnig abstrakttákn. Myndirnar eru taldar vera rúmlega 17 milljón ára gamlar. Strax árið 1955 var komið í ljós að þessi umgangur fór illa með minjarnar en það var ekki fyrr en árið 1963 sem hellunum var lokað almenningi.

 

- Auglýsing -

Örkin hans Nóa á Svalbarða

Á norsku eyjunni Svalbarða er að finna hvelfingu sem byggð er langt inn í fjall. Hún geymir miklar fræbirgðir í öryggisskyni ef eitthvað alvarlegt gerist í heiminum og hungursneyð blasir við. Aðeins starfsmenn og stöku vísindamenn fá aðgang að hvelfingunni en of áhættusamt þykir að hleypa öðrum þar inn. Um 865 þúsund frætegundir alls staðar að í heiminum er að finna þar. Meira að segja Norður-Kórea á þarna innlegg. Fræhvelfingin var tekin í notkun árið 2008 og þegar hefur ein úttekt farið fram, þegar frægeymsla Sýrlendinga í Aleppo var eyðilögð í sprengjuárás fyrir nokkrum árum.

 

Svæði 51

Bandaríkjamenn hafa loks viðurkennt tilvist þessa staðar í Nevada eftir áralangar klikkaðar samsæriskenningar um hann. Það þýðir þó ekki að almenningur sé velkominn þangað.

 

Menwith Hill 

Vissulega getur maður ekki spígsporað inn í hvaða herstöð sem er. Almenningur er þó sérlega óvelkominn á herstöð breska flughersins í Norður-Yorkshire í Bretlandi þar sem hin bandaríska NSA-leyniþjónusta hefur aðstöðu en leyndin er aðalsmerki hennar. Hún er sögð mikilvægasta herstöð Bandaríkjanna á erlendri grund. Stærsta hlerunarstöð heims?

 

Skjalasafn Vatíkansins

Í þessu leynda safni eru geymd flest þau skjöl sem Páfastóll hefur sankað að sér. Hluti safnsins var opnaður árið 1922 og nokkru síðar sá sem tengist seinni heimstyrjöldinni. Mikil leynd hefur hvílt yfir stærstum hluta safnsins og margar samsæriskenningar hafa orðið til um hvað það hefur að geyma.

 

Surtsey

Eyjan varð til í eldgosi sem hófst árið 1963 og hefur verið friðlýst frá 1965. Markmiðið var að tryggja að þróun eyjarinnar verði eftir lögmálum náttúrunnar, að landnám plantna og dýra, framvinda lífríkis og mótun jarðmyndana verði með sem eðlilegustum hætti og truflun af völdum manna sem minnst. Óheimilt er að fara í land eða kafa við eyna nema til rannsókna og verkefna þeim tengdum og þá aðeins með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar. Siglingar í kringum Surtsey eru þó heimilar. Þess má geta að Vestmannaeyingar vildu ólmir að eyjan fengi nafnið Vesturey en fengu ekki.

 

Hvítukarlaklúbburinn í London

Hann heitir White’s Gentleman’s Club, og þar drekkur og spilar bresk karlkynselíta. Umsækjendur þurfa samþykki 35 meðlima og árgjaldið er himinhátt.

 

Ilha da Queimada Grande

Brasilísk eyja sem er sundurgrafin af nöðrum og þarf ekki annað en að ganga nokkur skref til að eiga á hættu að missa lífið. Aðeins örfáir vísindamenn hafa leyfi til að heimsækja þessa snákaeyju.

 

Niihau

Þessi eyja er ein af Havaí-eyjaklasanum. Ástæðan fyrir því að enginn má koma þangað er sú að hún er í einkaeign. Um 130 manns búa þar en aðeins þeir sem Robinson-fjölskyldan býður mega koma í heimsókn.

 

Jiangsu-alþjóðaleynifræðslusafnið

Jiangsu National Security Education Museum er staðsett í Nanjing í Kína og er eingöngu opið kínverskum almenningi. Öllum öðrum er úthýst vegna viðkvæmra njósnaupplýsinga sem þar er að finna.

 

Heard-eyja

Aðeins 400 manns er leyft að heimsækja þessa áströlsku eyju ár hvert. Bátur fer þangað á tveggja vikna fresti yfir úfinn sjó og veðurfarið er svo ömurlegt að frekar fáir eru hvort eð er spenntir fyrir að berja eyjuna augum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -