Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Barði leigubílstjóra og komst undan á hlaupum – Fannst sofandi í garði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meira var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en í nótt, samkvæmt dagbók hennar.

Tilkynnt var um aðila sem barði leigubílstjóra í miðbænum. Var farþeginn afar ósáttur við verðlagninguna á farinu og réðist á bílstjórann. Komst hann undan á hlaupum en málið er í rannsókn.

Innbrot var tilkynnt í miðbænum og í Laugardalnum barst tilkynning um sofandi aðila í garði sem hann átti ekki sjálfur.

Þá barst tilkynning um ógnandi aðila í Kópavoginum en engar frekari upplýsingar gaf lögreglan upp um það mál.

Í Breiðholtinu keyrði ökumaður bifreið sinni á aðila á reiðhjóli en ekki kom fram í dagbókinni hvers lags meiðsli aðilinn hlaut.

Í Grafarvoginum var lögreglu tilkynnt um þjófnað sundlaugagests. Þá féll manneskja á reiðhjóli í Grafarholtinu og hlaut áverka á vinstri handlegg.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -