Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Tveggja ára barn á gjörgæslu með covid-19 – Tvö börn liggja inni á Landspítalanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við höfum beðið eftir innlögn á Barnaspítalann af völdum Covid, því það hefur verið reynslan annars staðar. Svo vildi þannig til að það lögðust inn tvö börn sama daginn. Það er bara um tilviljun að ræða,“ segir Valtýr í samtali við Vísi.

Tvö börn voru lögð inn á Landspítalann vegna Covid-19. Tveggja ára barn er á gjörgæslu og unglingsdrengur á Covid-göngudeild, en börnin lögðust inn á spítalann í gær.

Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir segir um algjöra tilviljun að ræða að tvö börn hafi lagst inn á spítalann í gær.

Tveggja ára barnið er ekki í öndunarvél  en ráðgert að barnið komi inn á almenna deild í dag, segir Valtýr.

„Það er mjög skiljanlegt að hafa áhyggjur af börnunum sínum í kringum Covid. Ég hef sagt áður að þetta er sýking sem þarf að bera virðingu fyrir. Hins vegar er það þannig að í langflestum tilfellum er þetta mjög mildur og vægur sjúkdómur hjá börnum. Í raun og veru er engin ástæða til að vera óttaslegin yfir því.“

Valtýr segir að börnum og fjölskyldum þeirra verði fylgt í gegnum þessi veikindi hér eftir sem áður fyrr.

- Auglýsing -

Þá nefnir hann að Delta-afbrigði veirunnar virðist ekki leggjast sérstaklega verr á börn en önnur afbrigði. Einkenni vari örlítið lengur en annars sé ekki að merkja mun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -