Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Barnavernd bað Ölmu um að gefa barnið sitt: „Mér leið hræðilega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

Það er ekki lengra en átján mánuðir síðan Alma Lind bjó á götunni. Í þrjú ár lifði hún á engu og án nokkurs. Og lífið á götunni er grimmilegt. „Þegar það var kalt úti þurfti ég að hreyfa mig mikið á kvöldin.Á þessum frostgöngum var ég stöðugt að hreyfa tær og fingur til að halda blóðflæðinu gangandi. Nokkrum sinnum lenti ég í því að frjósa á höndunum,“ segir Alma í viðtali við Stundina. „Já, mér leið hræðilega.“

Verst þótti Ölmu að upplifa skeytingaleysi Íslendinga gagnvart þeim sem búa á götunni. Hún segir að þegar spáð var brjáluðu veðri hafi fólk hvatt hana til að koma sér í skjól en enginn bauð fram aðstoð eða húsaskjól. „Það er eiginlega það sem situr mest í mér, skeytingarleysi samfélagsins gagnvart fólki í þessari stöðu. Það var svo sárt að upplifa að fólki stæði almennt á sama um afdrif þín,“ segir Alma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -