Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Bassi í Mánum er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Björn Þórarinsson er látinn, 81 árs að aldri.

Björn fæddist í Reykjavík 7. september 1943 og lést í Hveragerði í fyrradag, 16. september, í faðmi fjölskyldunnar eftir skammvinn veikindi. Akureyri.net segir frá andlátinu.

Björn var gjarnan kallaður Bassi og oft tengdur við hljómsveitina Mána frá Selfossi. Á Akureyri var hann af mörgum þekktur sem Bassi í Tónræktinni en hann stofnaði tónlistaskólann og rak ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Birnu Guðjónsdóttur.

Þau Björn og Sigríður gengu í hjónaband 3. júlí 1982 en dætur þeirra eru tvær, þær Unnur Birna, fædd 1987 og Dagný Halla, fædd 1993. Fyrir átti Björn þau Steinunni Evu, fædd 1964, Halldóru Rósu, fædd 1966, Ingibjörgu, fædd 1967 og Björn Sigmund, fæddur 1970 en látinn 1974.

Æskuheimili Björns var bærinn Glóra í Hraunagerðishreppi en foreldrar hans voru Ingibjörg Björnsdóttir og Þórarinn Sigmundsson. Systkini hans eru Guðrún Sigríður, Kristín og Ólafur Stefán (Labbi). Þá er háflbróðir þeirra samfeðra hann Bjarni Sæberg, fæddur 1936.

Björn var ungur þegar hann fetaði fyrst tónlistarbrautina en hann var aðeins 16 ára þegar hann hóf að leika á gítar með Carol kvintett, sem var vinsæl danshljómsveit á Suðurlandi. Þá var hann einnig fenginn til liðs við fleiri hljómsveitir á borð við Safír Sextett og Hljómsveit Óskars Guðmundssonar.

- Auglýsing -

Það var árið 1967 sem hann til liðs við rokkbandið Mána á Selfossi en þar var fyrir meðal annarra Ólafur bróðir hans, sem ætíð er kallaður Labbi. Björn lék á Hammondorgel með Mánum. Síðar stofnaði hann hljómsveitina Kaktus sem einnig sló í gegn og síðan hljómsveitir á borð við Pardus og Rætur, en hann spilaði ýmist á hljómborð, gítar, bassa og jafnvel saxafón.

Þegar Björn var ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans á Laugum árið 1990, fluttu þau Sigríður Birna norður í land. Fáeinum árum seinna fluttu hjónin til Akureyrar þar sem Björn kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri, allt þar til þau stofnuðu Tónræktina árið 2004 en hana ráku þau til ársins 2014. Fluttu þau eftir það til Hveragerðist og bjuggu þar síðan.

Björn samdi tónlist fyrir blandaða kóra, barnakóra, einsöngvara og hljómsveitir og tók þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum sem hljómborðsleikari og tónlistarstjóri. Þá var hann bæjarlistamaður Akureyrarbæjar árið 2009.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -