Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Ber saman skæruliðadeild Samherja við meinta hryðjuverkamenn: „Aðgangur að vopnum var staðfestur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ber saman skæruliðasveit Samherja og meinta hryðjuverkamenn sem handteknir voru hér á landi á dögunum.

Kristinn Hrafnsson.

Í nýrri færslu á Facebook ber Wikileaks-ritstjórinn saman samtal skæruliðadeildar Samherja þar sem rætt var um að valda hópi nafngreindra blaðamanna líkamlegum skaða, stungusárum og jafnvel skotsárum og svo meinta hryðjuverkaógn sem skapaðist að sögn lögreglu um daginn.

Þá gefur hann sterklega í skyn að lögreglan hafi ýkt hryðjuverkaógnina í þeim tilgangi að fá aukna njósnaheimild og aukinn vopnaburð.

Færslan er maríneruð í kaldhæðni sem Kristinn er frægur fyrir:

„Hópur manna sem kallaði sig skæruliðasveit átti í samskiptum þar sem rætt var um að valda hópi tilgreindra blaðamanna líkamlegum skaða, aðallega stungusár en auk þess var rætt um að beita skotvopum og hvaða kúlnastærð hentaði best í verkið.

Aðgangur að vopnum var staðfestur. Meðlimur hópsins njósnaði um heimili eins blaðamannsins og gerði sér far um að fylgjast með ferðum hans.

- Auglýsing -

Þegar athygli var vakin á þessum samskiptum brást lögreglan með því að beina sjónum að blaðamönnunum, heimta þá í yfirheyrslu með stöðu grunaðra undir því yfirvarpi að þeir væru grunaðir um brot á lögum sem bannar dreifingu á klámefni af fólki án samþykkis viðkomandi – án þess að nokkru slíku hafi verið dreift og yfirhöfuð ekki nokkur einasta vísbending um að glæpur hefði verið framinn.

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fögnuðu þessari vendingu málsins.

Tveir strákar röfla um það sín á milli að þeir íhugi að drepa þingmenn og lögreglumenn.

- Auglýsing -

Þeir hafa fjölda vopna undir höndum. Þeir eru handteknir, blaðamannafundur boðaður til að auglýsa að hryðjuverkaógn hafi verið afstýrt og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim. Tilefnið var notað til að kalla eftir auknum njósnaheimildum lögreglu og vopnaburð en þá vildi svo skemmtilega til að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áttu akkúrat frumvarp um slíkt tilbúið í handraðanum.

Dómarar fallast á gæsluvarðhald yfir þessum tveimur eða allt þar til í ljós kemur að þeir röfluðu líka um að drepa einn sósíalista og einn verkalýðsforingja. Þá var gæsluvarðhaldið stytt.

Röklegt framhald er að sleppa strákunum tveimur, veita þeim styrk úr Nýsköpunarsjóði til vopnaþróunar, bjóða þeim í kokteil til ráðherra Sjálfstæðisflokksis en kalla sósíalistann og verkalýðsforingjan til lögreglu vegna gruns um brot á dýraverndarlögum.

Láta síðan lögregluna hafa rafbyssur með þeim rökum að þær séu svansvottaðar enda knúnar innlendri grænni orku sem sé miklu umhverfisvænni leið til að drepa en með innfluttum byssukúlum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -