Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Bergþóra búið í hjólhýsi í Laugardalnum síðustu 5 ár: „Það eru ekkert allir sem höndla þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá árinu 2017 hefur Bergþóra Pálsdóttir búið í hjólhýsabyggðinni í Laugardalnum. Þar segir hún íbúana lifa í mikilli óvissu en borgaryfirvöld hafa boðað 85 prósenta hækkun á leigugjöldum byggðarinnar.

Bergþóra segir að hún og aðrir hjólahýsaíbúar í dalnum þjáist af kvíða vegna óvissunnar og gigt hennar hefur versnað til muna undanfarið. Það eru ekkert allir sem höndla þetta. Maður þarf að bera vatn úr eldhúsinu og inn á tjaldsvæðið. Bara um að gera að láta fólkinu líða illa,” segir Bergþóra og bætir því við að margreynt hafi verið að fá borgaryfirvöld til að hlusta á íbúana.

„Við skiljum þetta ekki. Alveg galið! Að koma ekki og kynna sér aðstæður. Við erum ekkert verri en þetta fólk. Við erum ósköp venjulegt fólk og óskaplega rólegt og gott þarna. Held þeir ættu að koma og kynna sér hvernig allt er,” segir Bergþóra í samtali við Samstöðina.

Það er hins vegar ekki af illri nauðsyn sem Bergþóra býr í hjólhýsinu sínu heldur er það hennar val. „Fólk á bara að fá að ráða hvernig það býr. Á ekki að þurfa að spyrja einhvern karl niður í bæ hvernig ég á að búa. Þetta fer misilla í fólk. Sérstaklega ef álagið er mikið. Þá rýkur þetta upp. Ég stokkbólgna og verð óglatt. Svo eru aðrir með kvíða út af þessu.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -