Miðvikudagur 27. september, 2023
8.7 C
Reykjavik

Berserkur braut rúðu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ölæðið greip margan manninn seinnipart gærdags og í nótt.  Lögreglunni bárust talsvert margar tilkynningar og beiðnir um að hafa heimil á óstýrlátum. Meðal annars einn berserkur i í múrsteinakasti. Sá hafði með athæfi sínu brotið rúðu í húsi. Lögreglan mátti mæta og staðinn og afgreiða málið á staðnum.

Þá var óvelkominn einstaklingur að reyna að koma sér inn í íbúð. Þegar lögreglan gaf sig á tal við hann kom það í ljós að hann átti erindi í umrædda íbúð. Einnig óskuðu dyraverðir eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvaðs aðila sem var til vandræða á ölhúsi í miðbænum. Listamaður mátti leita á náðir lögreglunar þegar honum tókst ekki að banda frá þér einum pöddufullum.  Þeim ölvaða var vísað á brott af lögreglu.

Lögregla hafði eftirlit með réttindum dyravarða á skemmtistöðum borgarinnar. Á einu ölhúsi voru tveir án gildra réttinda og var rekstraraðila gert að bæta úr því.

Tilkynnt um þjófnað þar sem aðili fór inn á starfsmannasvæði á veitingastað og stal þaðan munum. Málið til rannsóknar hjá lögreglu. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr verslun, meintir sakborningar undir lögaldri og málið í viðeigandi ferli. Tilkynnt um þjófnað úr verslunum í hverfi 103 þar sem sami aðili átti að hafa stolið munum. Málið til rannsóknar.

Lögregla var með umferðareftirlit þar sem fylgst var með of hröðum akstri. Sjö ökumenn voru kærðir og eiga von á sektum. Tilkynning barst lögreglu um umferðaróhapp þar sem ekið var á kyrrstæða bifreið. Ökumaður var talinn vera undir áhrifum áfengis og hann handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá var hann vistaður í fangageymslu vegna málsins. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt um eld bæði í efra og neðra Breiðholti í gær. Annars vegar var um að ræða varðeld í garði. Þar var húsráðanda gert að slökkva í eldinum. Hins vegar í neðra Breiðholti var tilkynnt um eld í kofa. Þangað mætti lögregla ásamt slökkviliði.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -