Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

BÍ fordæmir tölvuárásina: „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir tölvuárásina á vef Fréttablaðsins í dag.

Í yfirlýsingu frá stjórn BÍ kemur fram að félagið fordæmi allar tilraunir til þess að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla. Lítur félagið á tölvuárás á vef Fréttablaðsins í morgun, vera alvarlega tilraun til þess.

Ljósmyndin sem Fréttablaðið birti í morgun.Stjórn Blaðamannafélagsins fjölluðu um málið í dag og samþykkti eftirfarandi samþykkt:

Tölvuárás á vef Fréttablaðsins er alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils. Samkvæmt bréfi sem ritstjórn blaðsins barst í nótt er árás hótað vegna myndbirtingar Fréttablaðsins í umfjöllun um innrás Rússa í Úkraínu. Áður hefur rússneska sendiráðið á Íslandi krafist afsökunarbeiðni frá ritstjóra Fréttablaðsins vegna myndbirtingarinnar.

Mikilvægi sjálfstæðra og frjálsra fjölmiðla er sérlega mikilvægt í stríðsástandi og fordæmir Blaðamannafélag Íslands allar tilraunir til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla frá stríðinu í Úkraínu. Fréttablaðið hefur kært málið til lögreglu sem hefur það nú til rannsóknar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -