Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Biðja um skýrslu vegna undanþága til barnahjónabanda: „Upplýsingar þurfa að rata í dagsljósið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmenn Pírata og Flokks fólksins hafa sent beiðni um skýrslu frá innanríkisráðherra um undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga. Á þar við veittar heimildir til barna undir 18 ára til að ganga í hjónaband.

Í sumar greindi Vísir frá því að af þeim átján einstaklingum sem hefðu hlotið undanþágurnar, hefði verið um að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum voru það 17 ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs gömlum manni. Tvær stúlkur voru 16 ára þegar þær fengu heimild til að giftast mönnum sem voru 18 ára og 23 ára.

Í beiðni þingmannanna er óskað eftir því að í skýrslu innanríkisráðherra komi fram hvaða verklag var viðhaft í hverju tilviki sem heimildir voru veittar börnum undir lögaldri til að ganga í hjónaband. Óskað er eftir skilgreiningum á því hvaða hlutlægu viðmið voru lögð til grundvallar við mat umsókna og hvaða gagna hafi verið aflað í hverju tilviki fyrir sig. Einnig hvernig ráðuneytið hafi rækt rannsóknarskyldu sína til þess að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða.

„Jafnframt verði gerð grein fyrir því hvernig ráðuneytið hafi brugðist við alþjóðlegri lagaþróun, þeim tilmælum sem beint hefur verið gegn barnahjónaböndum, og hvernig metið hafi verið hvort framkvæmdin samræmdist barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í beiðni þingmannanna.

 

Fyrirspurn fyrst lögð fram árið 2018

Eins og segir í greinargerð beiðninnar hefur tíðni barnahjónabanda hér á landi verið til athugunar um nokkurt skeið. Upplýsinga hefur áður verið óskað frá dómsmálaráðherra vegna þessa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrstu fyrirspurn um málið á Alþingi í mars árið 2018. Þar spurði Andrés hve oft dómsmálaráðuneytið hefði veitt undanþágu frá skilyrðum um aldur hjónaefna í hjúskaparlögum, frá því sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár.

- Auglýsing -

Þá kom fram að á þessum tíma hefðu alls átján umsóknir um undanþágur borist. Þær höfðu allar verið samþykktar af ráðuneytinu. Í flestum tilvikanna voru einstaklingarnir sem fengu undanþáguna 17 ára þegar leyfið var veitt. Í tveimur tilvikum voru viðkomandi aðilar 16 ára.

Andrés Ingi Jónsson lagði fram frumvarp um bann við barnahjónaböndum með afnámi undanþágu frá aldursskilyrðum hjúskaparlaga, eftir að dómsmálaráðherra hafði sagst ætla að endurskoða hjúskaparlögin með það að markmiði að afnema undanþáguna, allt frá því að hin fyrsta fyrirspurn barst árið 2018. Ráðherra var inntur eftir því ári síðar hvar sú endurskoðun stæði. Í svari ráðherra kom þá fram að endurskoðunin væri í vinnslu og fyrirhugað væri að leggja fram frumvarp á næsta þingi. Það varð ekki.

Að lokum lagði Andrés Ingi fram frumvarp á 151. löggjafarþingi. Dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp stuttu síðar. Bæði frumvörpin hafa verið til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanend.

- Auglýsing -

Í beiðninni er óskað eftir því að óháður aðili verði fenginn til að gera skýrsluna. „Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar.“

Beiðnin um skýrsluna kemur frá eftirfarandi þingmönnum Pírata og Flokks fólksins: Andrési Inga Jónssyni, Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Birni Leví Gunnarssyni, Evu Sjöfn Helgadóttur, Eyjólfi Ármannssyni, Gísla Rafni Ólafssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Halldóru Mogensen, Ingu Sæland, Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -