Sunnudagur 27. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Biggi lögga segir foreldra ekkert skárri í netheimum: „Við elskum að vera reið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður í Hafnarfirði, betur þekktur sem Biggi lögga, bendir á að við fullorðna fólkið séum oft ekkert skárri en börn og unglingar þegar kemur að einelti og ofbeldisfullri hegðun í netheimum. Biggi tjáir hug sinn á Facebook þar sem hann tók saman ummæli netverja undir fréttum af hræðilegu ofbeldismáli gegn 12 ára stúlku í Hafnarfirði, líkt og Mannlíf greindi frá.

Tólf ára dóttir Sædísar Hrannar Samúelsdóttur dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Hún hefur orðið fyrir langvarandi einelti í Hafnarfirði og ofbeldi af hálfu jafnaldra sinna og hefur stúlkan unga ekki mætt í skólann lengi.

Sjá einnig: Dóttir Sædísar reyndi að svipta sig lífi eftir einelti í Hafnarfirði:„Hún er enn þá uppi á spítala“

„Hún er enn þá uppi á spítala. Hún reyndi að taka sitt eigið líf. […] Hún fer ekki í skólann lengur. […] Námsráðgjafi á að hitta hana einu sinni á dag. Kennarinn var búinn að tala um að hitta hana einu sinni í viku. Hún hefur ekkert farið í skólann í meira en hálfan mánuð núna,“ sagði Sædís Hrönn.

Líkt og flestum Íslendingum var Birgi mjög brugðið vegna málsins. „Þetta mál er sorglegra en tárum tekur og óþolandi að börn skuli upplifa slíkt. Þetta mál er samt langt frá því að vera eitthvað einsdæmi. Svona mál koma reglulega upp og mörg þeirra sjáum við aldrei vegna þess að þau eru föst inni í snjallheimi barnanna okkar,“ segir Birgir og heldur áfram:

„Við elskum að vera reið og viljum taka öll mál í okkar hendur. Börnin okkar eru fyrsta kynslóðin sem elst upp með samfélagsmiðlum og það erum við hin fullorðnu lögðum stikurnar meðfram veginum sem þau eru að reyna að feta. Hvernig hefur okkur gengið? Hvað hafa þau lært af okkur.“

- Auglýsing -

Pistilinn á Facebook endar Biggi á því að birta fjölda ummæla netverja undir fréttum af málinu hræðilega í Hafnarfirðinum. Hann segir þetta aðeins brot af umræðunni en þetta sýni að fullorðna fólkið er stundum lítið skárra. Ummælin frá Birgi eru hér fyrir neðan:

 

„Hef aldrei skilið hvernig hægt er að skapa svona viðbjóðsleg kvikindi. Þetta er versta sort af öllu ógeðslegu.“

- Auglýsing -

„birta myndir af gerendum á almennum áberandi stöðum miskunnarlaust, mætti hafa myndir af forræðismönnum með“

„dæma þá eins og um FULLORÐNA EINSTAKLINGA sé að ræða !“

„Berja þessa vesalinga fyrir framan alla í skólanum.“

„Það á að draga öll þessi börn í sjónvarpið og vita hvað þau hafa að segja og hvort ekki lækkaði í þeim kjafturinn.“

„Taka þessa krakka ANDSKOTA og löðrunga þá, djöfulsins viðbjóður er þessi krakka líður„

„Það vantar hérna unglingadómstól og unglinga*fangelsi*“

„Helvítis aumkunarverðu og illa innrættu börn.“

„Þetta eru heilalausir aumingjar eins og foreldrarnir.“

„Það þarf ekki að raskella þessi börn, það þarf að lemja manndóm í foreldrana líka, sóunn á súrefni þetta pakk.“

„Krakkar þurfa ađ finna þađ međ mjög skýrum hætti ađ ofbeldi hefur afleiđingar og afleiđingarnar þurfa ađ bìta hressilega helst mjög mikiđ.“

„Skítt með persónuvernd, nöfn þessara krakka og foreldra þeirra upp á borðið strax.“

„Name and shame þessa krakka og foreldra þeirra. Eina ráðið“

„Ógeðslegur skóli eru foreldrar eitthvað skrýtnir að leyfa þessu að viðgangast.“

„Setja upp opna Facebooksíðu með myndum af þessum ógeðis krakkafíflum.“

„Það þarf auðvitað fyrst og fremst að taka þessa gerendur ÚR UMFERÐ og það undireins. Það er ekki hægt að hafa svona villidýr í samfélaginu“

„Helvítis viðurstyggilega drulluhyski“

„Fara heim til þeirra og murka lífið úr pabba þeirra fyrir framan börnin“

„Guð minn góður hvað er að loka þessum skóla og taka börnin af foreldrunum“

„Meira ruglið…ég væri búin að senda hrotta á eitt og hvert þeirra og foreldra“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -