Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Bíll valt af Ólafsfjarðarvegi í nótt – Einn fluttur alvarlega slasaður með þyrlu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu í nótt vegna umferðaslyss. Um klukkan hálf eitt í nótt valt bifreið utan vegar og slasaðist einn alvarlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningunni segir:
Tilkynnt var um umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um kl. 00:30. Einn aðili, sem talinn er alvarlega slasaður, var í bifreið sem valt út fyrir veg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Lögreglan rannsakar málið og er enn að störfum á vettvangi.
Mikil umferð var um Ólafsfjarðarveg frá Dalvík vegna Fiskidagsins Mikla og tafir urðu á umferð. Fljótlega var hægt að hleypa umferð á til suðurs en enn er lokað til norðurs.
Vegfarendur lýstu ánægju sinni og þakklæti til lögreglunnar og sögðu umferðastjórnunina á svæðinu hafa verið til fyrirmyndar þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Hér má sjá færslu Lögreglunna á Norðurlandi eystra í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -